Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Page 17

Morgunn - 01.04.1920, Page 17
M 0 R G- U N N 11 íyrst núna fengið tækifæri til þess, og þú sór, að eg nota mér það.« Það virðist svo, sem flestum þyki breytt um til betra, þegar þeir eru komnir yfir um, en þó eru »andarnir« samraála um það, að líðan manna þar fari eftir breytni þeirra hér, eða þvi, hvernig sálarlífi þeirra er háttað — og mest áherzlan er lögð á það, að aðalatriðið sé að reyna til að vera góður maður, en minna geri til um fróðleik, lærdóra, vitsmuni o. þvíl. Dauðinn tekur frá okkur ait, sem við ■eigum, en skilur eftir handa okkur alt, sem við erum, og svo virðist, sem við fáum þá ríkulega uppbót alls, er við missum, ef við höfum reynt að breyta sem bezt og rétt- ast hér. Og það er breytnin og hugarfarið, sem líðun okkar ræður, en ekki skoðanir okkar. Frændi próf. Hyslops, sem virðist liafa verið gæfu- samur maður í jarðlíflnu, sagði m. a. við hann: »Eg hef ekki verið hér lengi, en þó vildi eg ekki snúa aftur til ykkar heims fyrir alt, sem eg átti þar — ekki fyrir ánægju af sönglist, ekki fyrir blómin, ferðir í vagni eða fótgangandi, bækur eða hvað sem er.« Georg Pelham sagði líka, þegar Hodgson spurði hann, hvort hann hefði ekki dáið of snemma (32 ára): »Nei, Hodgson, eklci of snemma.« Og var hann þó hér í lieimi eitt af óska- börnum hamingjuunar. Andarnir segjast þó ekki lifa i eintómri sæluvímu eða aðgerðaleysi. Þaö kemur þvert á móti fram hjá þeim flestum, að þeir hafl ærið að starfa. G. P. segir við vin sinn James Howard: »Eg á bráðum að fá verk að vinna.« Um störf þeirra er þó ekki auðvelt að tala frekara, en sjálfsagt virðist, að ef annað lif er til, þá sé það lika líf með nýjum áhugamálum og nýrri starfsemi. Þegar G. P. var spurður, hver væri störf andanna, svaraði hann: »Störf okkar líkjast göfuijustu störfum ykkar. Við hjálp- um hver öðrum til að komast hærra.« Um þetta svai1 segir franski rithöfundurinn M. Sage (í bæklingi sínum um frú Piper), að það nægi sjálfsagt elcki þeim, er spyrja af

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.