Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Page 20

Morgunn - 01.04.1920, Page 20
14 MORGHJNN Pelhatn var einusinni túlkur eða milligöngurnaður fyrir barn, sem dáið var fyrir mörgum árum. Móðirin talaði að vonum um son sinn, eins og hann væri smábarn, en G. P. sagði: »Já — en hann er ekkert barn; hann er fullorðinn maður«. — Ennfremur má geta þess, að sum- ir segja, að gamlir menn yngist, unz þeir eru komnir aft- ur á léttasta skeið. — Annars ganga. fiestar frásagnirnar í þá átt, að annar heimur, eða sá hluti hans, sem sálirnar skvnja fyrst eftir dauðann, sé all-líkur þessum að ýmsu leyti. Hefir það hneykslað marga, er andarnir segjast að öllu sköpulagi og útliti vera Jikir því, sern þeir voru hér. Mönnum hefir sýnst, að þar sem okkar jarðneska sköpulag sé fram kom- ið fyrir starfsemi jarðneskra náttúruafla og lagað eftir skil- yrðunum hér, þá sé ekki líklegt, að formið haldist óbreytt, eða lítt breytt, í öðru liíi, þegar skilyrðin sé orðin alt önn- ur. En þar til má ýmsu svara, meðal anDars þvi, að ekki er óhugsandi, að alt okkar jarðneska form — allur okkar efnisheimur — sé runnið frá, eða mótað eftir, æðri fyrir- mynd, og að þrátt fyrir alla tilbreytnina sé einingin í til- verunni meiri að sumu leyti, en vér gerum oss í hugar- lund. Erfitt finst og sumum að sansast á það, 'að menn búi þar í húsum, sæki fundi, börn læri að lesa, o. s. frv. — að lífið í öðrum heimi sé aðeins spegilmynd af þessum heimi. En eg hygg, að þar valdi nokkru um sá óveru- leikablær, sem hvilir yfir öðru lífi í hugum manna, og sá misskilningur, að það sé hið ytra umhverfi og siðir og hættir, sem ráði því, hversu innihaldsmikið lífið sé, eða hve fullkominn heimurinn. Eg get ekki annað séð, fyrir mitt leyti, en að full þörf væri á því í öðru lífi, að halda áfram ýmsum störfum vorum hér og áhugamálum — ekki erum við komnir svo langt eða orðnir svo fullkomnir í þeim fiestir. Og þótt gera megi ráð fyrir, að eitthvert sinn kunni fyrir oss að liggja, að komast í ástand, sem væri fyrir utan öll jarðnesk takmörk, þá getum vér að svo stöddu enga hugmynd um það haft. Og kenningin

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.