Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Page 21

Morgunn - 01.04.1920, Page 21
M 0 R G U N N 15. um þróunina og samhengið í tilverunni mælir einnig sterk- lega á móti því, að nokkurt ógnadjúp sé staðfest milli lífsins hér og hinum megin — að dauðinn sé nokk- ur óbotnandi gjá, sem skilji gersamlega ólíka heima. — Agætt dæmi hinna venjulegu frásagna, af betra tæ- inu, um annað líf, er í »Raymond«, bókinni, sem Sir Oliver Lodge ritaði um sannanir og önnur skeyti frá syni sínum föllnum. Hefir skáldið Einar H. Kvaran gert það þarfa- verk, að draga saman og þýða kafla úr þeirri bók, og gefið út í bæklingnum »Líf og dauði«, sem því má visa til. Þar kemur fram skoðanamunur meðal andanna um það, hvernig umheiminum sé háttað í öðru lífi. Raymond hallast sjálfur að þvi, að landið, húsin, fötin o. s. frv., sé alveg hlutrænt (objektivt), hafi veruleika og tilvist án til- lits til sálarstarfsemi andanna — á sinn máta og okkar jarðneska veröld er jafn-veruleg, hvort sem nokkur mað- ur er viðstaddur til að skynja hana, eða ekki. Raunar má segja, að heimur okkar, eins og við skynjum hann, sé aðeins til í okkar eigin vitund, en til grundvallar fyrir skynjunum okkar liggja þó sveifiur, sem allir telja veru- legar og óháðar okkur. Og annað aðaleinkenni hefir hinn ytri heimur okkar — hann kemur okkur öllum eins fyrir sjónir í aðalatriðunum, og það er einraitt okkar helzta sönnun fyrir veruleik hans og þess, sem í honum gerist. Aftur segir Raymond, að ýmsir andar hugsi sér, að hugsanirnar skapi þar umhverfið að öllu leyti eða mestu.1) Annars skýrir hann ekki nákvæmlega það sjónarmið, sem er auðsjúanlega fjarri skapi hans, en skoðanir þessarra anda virðast vera á lika leið, sem »andi« einn sagði, að mig minnir i gegnum frú Piper: »Hjá ykkur [á jarðneska tilverustiginuj verður hið hlutræna hugrænt, en hjá okk- ur verður hið hugræna hlutrænt«. Og sumir segja, að »hugsanir sé hlutir«. ') Sbr. ummæli og tilgátur próf. Hyslops i „Psyckical Research and Survival11, ch. IX.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.