Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Side 25

Morgunn - 01.04.1920, Side 25
MORG UNK 19 atriðið er hitt, að líðan vor hinum megin fer samkvæmt föstum lögum eftir breytni vorri og hugarfari hér. 0g sálarrannsóknirnar og spiritisminn kenna okkur æ betur, að *.syí/ allrar þroskunar er þroskun sálarinnar*. Jakob Jóh. Smári. Fyrirheitia um anda sannlEikans. fiuítasunnuvæða 1919. EJtir pvófessor fiavald FlÍElsson. Ef þér elskið mig, þá munuð þér halda hoðorð min. Og eg mnn hiðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan huggara, til þess að hann sé hjá yður eilíflega, anda sannleikans, hann, «em heimurinn getur ekki tekið á móti, af því að hann sér hann ekki og þekkir hann ekki heldur (Jóh. 14, 15—17). Hvítasunnuhátíðin hefir frá upphafi verið vorhátíð. Oss minnir hún sérstaklega á hina fyrstu vordaga kristi- legrar kirkju, á heilaga tíma guðmóðs og hrifningar, þá er lindir nýs, auðugs og öflugs trúarlífs brutust fram — lindir, sem smátt og smátt urðu að lækjum og fijótum og yngdu upp alt það land, er þær runnu um. Þá var sem væri að rætast það, er Ezekiel spámaður segir frá í einni af sýnum sínum um musterið í Jerúsalem (Ezek. 47, 1— Í2). Hann sá vatn spretta upp undan þröskuldi musteris- ins. Er það hafði runnið nokkurn spotta, var það orðið að læk, sem tók honum i hné. Og siðan óx lækurinn æ meir, unz hann varð að óvæðu fljóti. En alstaðar þar sem vatnið rann, uxu græn tré á fljótsbökkunum beggja vegna. Þegar það hafði runnið um sléttlendið, féll það í Dauðahafið. En þá varð vatnið í Saltasjó beilnæmt, svo 2*

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.