Morgunn - 01.04.1920, Qupperneq 28
22
m o r;g u;n n
Samtímis því að þessar spurningar vakna, heyrast
aðrar raddir, sem flytja oss þann boðskap, að ýmsum
mönnum hafi tekist að komast nær meginuppsprettu þess
fljóts, er spratt undan þröskuldi musterisins hinn mikla
hvítasunnudag í Jerúsalem, Jieldur en nokkurri kynslóð
hafi liepnast síðan daga postulanna. Menn hafi eiginlega
fundið aftur uppspretturnar sjálfar. Um leið sé fenginn
fullkomnari skilningur á trúarlífl frumkristninnar og þá
um leið ráð til að hreinsa burt ýmislegt, sem blandast
hefir inn í hinn upphaflega boðskap. Þeim röddum fjölgar
óðum og nýr guðmóður hefir gagntekið marga menn, svo
að þeir fara borg úr borg, eins og menn í frumkristninni,
til að flytja mannkyninu sín gleðitíðindi. Þér vitið, að eg
á við hina svo nefndu spiritistísku hreyfingu. Eftir ófrið-
inn hefir hún eflst miklu meir en áður. Þar sem hún
áður var vart nema [sem lítill lækur, þá er hún nú i
sumum löndum orðin sem óvætt fljót. Svo alraeuna at-
hygli hefir hún nú vakið, að þúsundum saman hlusta
menn á suraa boðbera hennar hvert sinn, er þeir tala.
Jafnvel afturhaldssamir mótstöðumenn hennar stara undr-
andi á það, sem er að gerast. Fyrir tveim mánuðum
kom einn aðalmaður þessarar hreyfingar i Englandi, rit-
höfundurinn Sir Arthur Conan Doyle, til Skotlands. Þá
flutti hann erindi um málið í báðum stórborgunum Edin-
borg og Glasgow. í fjölda enskra blaða er þess getið, að
þegar hann flutti boðsk.ap sinn í Glasgow, þá hafi mann-
fjöldinn staðið i þjettum röðum — sumir þrjár klukkustundir
— úti fyrir dyruin samkomuhússins, til þe38 að komast inn,
er opnað yrði. Húsið tók fimm þúsundir, en tvö þúsund stóðu
enn fyrir utan, er ekki gátu komist inn. Af því, er hann
sagði, er ekkert eftirtektarverðara í mínum augum en saman-
burðurinn við postulatimann. Hann benti á, að trúarbrögðin
væru ekki neinn frumburðarréttur liðinna alda, heldur sara-
eiginleg eign og einkenni allra tíma og' þá ekki sízt vorra
tírna. >A umliðnum tímum höfum vér hugsað um of um
Júdeu og JerÚ8alem — mælti hann. »Vér höfum gleymt