Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Page 30

Morgunn - 01.04.1920, Page 30
24 MOftGUNIí slóð síðan daga postulanna lifað á eins raerkilegum timum og vorir eru. Grætið þess, hve stórfeld framför það er fyr- ir mannkynið, ef fengin er áreiðanleg þekking á því, hvað dauðinn er, hvernig viðskilnaðurinn fer fram, hvað við taki fyrst í stað hinumegin, hvernig lífinu þar sé háttað; hvernig afieiðingar breytninnar hér koma niður á oss þar, hvort heldur er góðrar eða vondrar breytni; hver afskifti séu af oss höfð að ofan, meðan vér dveljumst hér o. s. frv. Enginn yðar getur gert sér grein fyrir, hver feikna- áhrif slík þekking, verði hún eign mannkynsins alls, muni hafa á líf þjóðanna í náinni framtíð. En alt þetta setur margan mann í mikinn vanda. All- flestir tortryggja slíkar fregnir, er þeir heyra fyrst um þær getið. Og fæstir eiga enn kost á að ganga úr skugga um þetta sjálfir. Málið er svo stórfelt, að það hlýtur að koma til þín og berja að dyrum samvizku þinnar fyr eða síðar. Hvernig átt þú þá að dæma um það? Mér finst textinn, sem eg las fyrir yður, gefa oss nokkura bending um það, eins og yfirleitt um, hvernig vér eigum að hafna og velja, er vandaspurningar trúmál- anna berast að oss. Sumir svara: Um þetta eigum vér að láta trúarjátningar kirkjunnar dæma. Vér eigum að fella úrskurðinn eftir þeim. Komi þessar nýju kenningar lieim við þær, þá er óhætt að aðhyllast þær, annars ekki. Og séu þær í beinni mótsögn við eitthvert atriði trúarjátn- inganna, þá má enginn sannur kirkjumaður aðhyllast þær. Nýlega las eg um, að auðmenn í Vesturheimseyjum eigi sér steinhús, sem þeir fara inn í, þegar fellibylj- ir geisa, og timburhús, er þcir ílýja í, þegar landskjálft- ar ganga. Sumir menn raæla eindregið með því að Ieita sér skjóls undir þaki trúarjátninganna í andlegum land- skjálfta-kippum vorra tíma. Ef Kriatur hefði ætlast tii þess, þá hefði hann bygt slíkt skýli yfir lærisveina sína. En það gerði hann ekki. Hann eftirlét oss enga trúar- játning. Þær urðu til löngu síðar. Menn fundu ekki til þarfarinnar á þeim, fyr en fljótið var orðið gruggugt.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.