Morgunn - 01.04.1920, Side 37
MORGUNN
31
PrEstur leitar sannana._
Walter Wynn heitir prestur einn í bænum Clieshani
á Englandi. Hann er einn hinna mörgu Englendinga,
sem á síðustu árum hafa tekið sér fyrir hendur að rann-
saka, hvort ná megi sambandi við framliðna menn. Aðal-
tilefnið til þeirrar ráðbreytni hans var það, að sonur hans,
sem Rupert hét, féll á Frakklandi í ófriðnum mikla í
febrúarmán. 1917. En það virðist hafa verið núverandi
ritstjóri tímaritsins Review og Reviews, Estelle M. Stead,
dóttir hins heimfræga blaðamanns W. T. Stead, sem kom
prestinum út i þessa rannsókn. Hún skrifaði honum
meðal annars í bréfi dags. 3. april 1917:
»Hefir yður nokkurn tíma komið til hugar, að það
kunni að vera nokkuð eigingirni-kent, hvernig þér litið
á málið? Þér teljið alt í góðu gengi, af því að þér eruð
ánægður og rólegur. Hvað er um drenginn yðar? Getur
það ekki verið, þó að ólíklegt kunni það að vera, að
hann langi til þess að tala við yður? Ef hann væri í
Vesturheimi, þá mundi yður vera mjög hugleikið að fá
bréf frá honum, eða ef talsímasambandi væri til að dreifa
og ef hann hefði verið veikur og einmana, áður en hann
hefði farið frá Norðurálfunni — munduð þér þá ekki hafa
reynt að tala við hann eða gert honum kost á að tala
við yður? Þeir eru svo margir framliðnu drengirnir, sem
segja: »Hvernig stendur á þvi, að þeir gefa okkur ekki
færi á að tala við sig?«
Hvað sem nú um það er, hvort það var fyrir orð
ungfrúarinnar, eða vegna þess að presturinn var alt af
að frá bréf um samband við framliðna menn, eða af því
að í raun og veru haíi liann þráð það heitt að hitta son
sinn, þó að hann teldi trú sina fullnægja sér — þá hóf
hann þessa rannsókn, og ritaði um hana bók1), sem heitir
') Rupert lives. By Walter Wynn. Kingsley Press Ltd. 31
Temple House, Tallis Street. London, E. C. 4.