Morgunn - 01.04.1920, Qupperneq 38
32
MOEGUNN
Rupert lifir, og vakið hefir afarmikla eftirtekt og umtal.
Henni hefir þrásinnis verið likt við Raymond, hina heims-
frægu bók eftir Sir Oliver Lodge, sem á islenzku hefir
verið gerð að umtalsefni í ritlingnum »Lífi og dauða*.
Auðvitað er efnið í Raymond margfalt meira. Bók prests-
ins er ekki nema 176 bls. í fremur litlu broti. Enmörgum
finst sannanamagnið enn meira í bók hans.
Hér fer á eftir ofurlítið ágrip af því, sem fyrir prest-
inn bar og hann hefir skýrt frá.
Hann leitaði fyrst til alkunnugs miðils í London, sem
heitir Vango. Iiann þóttist þess fullvís, að miðillinn vissi
ekkert um sig, og hann lét hann enga vitneskju fá. Fyrsti
fundurinn varð með öllu gagnslaus. Vango lýsti nokkurum
framliðnum mönnum, sem hann sagði, að stæðu hjá prest-
inum. En hann gat engan þeirra nefnt og presturinn
kannaðist ekki við neina lýsinguna. Að tilrauninni lok-
inni sagði miðillinn við hann: »Þér hafið ef til vill ekk-
ert fengið í kvöld. Eg fékk ekkert sjö mánuði. Eg fer
ekki fram á annað við yður en að þér komið aftur á
morgun*. Presturinn lofaði því ekki.
Morgunin eftir réð hann af að fara elclú til Vango
framar; honum fanst hann ekki rnega við þeirri tírna-
eyðslu. En hann átti erindi til Lundúna. Og á allri leið-
inni fanst honum einhver rödd vera að segja við sig:
»Farðu aftur í dag«. Prestur kveðst aldrei hafa orðið
fyrir jafn-kynlegu áður. Hann gat ekki losnað við þessa
rödd, og varð að hlýða henni. Svo að hann fór aftur
til Vango.
Prestur segir, að miðillinn hafi alt i einu breyzt, eins
og hann væri orðinn að einhverjum öðrum manni. Auð-
vitað hafði stjórnandinn, sem nefnir sig Sólarblóm (Sun-
flower), þá náð valdi á honum. Þessi nýi maður sagði
prestinum, að margir framliðnir vinir hans væru þar
koranir, til þess að finna hann, og að þeir hefðu valið
einn þeirra til þess að sanna honum, hverjir þeir væru.
Presturinn bað um nöfnin á þeirn. Stjórnandinn sagð-