Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Page 45

Morgunn - 01.04.1920, Page 45
MO K&UNN 39 tíma horfði haun á ýmsar kynlegar hreyfingar á líkama hennar; en ekkert skynsamlegt orð var sagt. Alt í einu vaknaði hún og sagði: »Stjórnandinn segir mér, að þér sviftið mig öllum kraftinum. Svona er það, hvenær sem þér komið. Þér eruð gæddur dásamlegum, óþroskuðum miðils-hæfileik, og vitið ekkert af því. Mér þykir fyrir þessu*. Presturinn sagði, að sér þætti það líka leiðinlegt Og hann spurði konuna, hvort ekki væri nein önnur leið til þess að ná sambandi. Hún benti honum á að nota borð. Hann hafði enga hugmynd um, hvernig að því væri farið. Hún sagði honum að setjast við borð heima, og sjá, hvað gerðist. Hann spurði, hvort hann gæti það ekki þar, hjá henni. Jú, en hún sagði, að það gæti staðið nokkuð á því. »Skil eg það rétt«, sagði presturinn alveg steinhissa, að þér eigið við það, að framliðnir menn, sem séu hér viðstadd- ir muni hreyfa borðið með krafti, sem sé í mínum lík- ama?« »Já, hún sagðist eiga við það. — »0! bíðið þér augna- blik — mér er sagt, að sonur yðar sé viðstaddur. Eg sé hann ekki, en eg verð liam vör. Hafið þér mist son?« Þetta var fyrsta skiftiö, sein nokkuð kom viðvikjandi syni hans hjá þessum miðli. Proaturinn svaraði engu. »Mér er sagt, að svo sé«, sagði Miss McCreadie. Prestur lagði hendurnar á litið borð. Ekkert gerðist 10 mínútur. Þá fór að braka í borðinu. Alt í einu fór borðið að flytja sig til i herberginu, eins og það væri skynsemi gædd vera. Prestur fór að horfa allstaðar. Hann fór að leita að einhverri vél, sem ftytti til borðið. En hann fann enga. Miss McCreadie fór að kenna prestinum að tala við borðið. Hann gerði það. Og nú fór ekki að standa á skeytunum frá líupert. Presti fundust svörin ákafiega merkileg og sannfæraudi. Eg sleppi peim hér, af pví að sé lagður á þau strangur mælikvarði, verða þau naumast talin sannanir, þar sem presturinn vissi sjálfur, hvaða svör áttu að koma. En presti fanst þetta vera ný opin-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.