Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Page 51

Morgunn - 01.04.1920, Page 51
MORGUNN 45 hvort honum væri sama, að hann legði fyrir hann fáeinar spurningar. Rupert sagðist einmitt vilja fá þær. »Hvar svafstu hér í húsinu?« spurði preaturinn.— »í þessari stofu, þarna í liorninu«. — »Geturðu sagt mér, hvað þú kallaðir ketlinginn?« — »Tibbu«. — »Hvernig var gamla kisa lit?« — »Svört og hvít». — »Gerðiiðu nokkuð fyrir hana?« — »Já; bar haua liingað heim, þegar hún var ketlingur, óhreina, nærri því dauða, utan af ökrum«. — »Hvar geymdirðu bréfin þin?« — »1 þess- ari skúffu«. Og miðillinn benti á skúffuna. Alt var hárrétt. Og konan hafði aldrei þangað koinið fyr, og var þeim með öllu ókunnug. Að þessu afstöðnu vakuaði hún. Þá var farið að snúa sér að þvi að ná ljósmyndinni. Mr. Rice er tannlæknir, og tekur myndir eingöngu sér til skemtunar. Presturinn rannsakaði plöturnar og alt annað, en telur það í sjálfu sér óþarft, því að Mr. Rice sé alþektur heiðursmaður. Fjórar fyrstu tilraunirnar reyndust árangurslausar Við fimtu tilraunina kom opin- berunin furðulega. Bak við stól prestsins, sem settur hafði verið við arninn var dauf andlitsmynd. »Þad var andlit Ruperts«, segir presturiun- »Eg ber þessa ljósmynd alt af á mór. Hún helir verið borin undir reynda ljósmyndara, og allir kaunast þeir við það, að þeim sé ekki kunnugt um nein ráð til þess að búa til svo samsetta falsmynd. Audlitið á Rupert er mjög dauft, en eg sýndi systur hans það athugasemdalaust, hún hróp- aði upp yfir sig: »IIvað er þetta — þetta er Rupert!« Prestur sýndi það líka Dr. Clifford, sem er einn af ágætustu og gáfuðustu prestaöldungum Breta. Hann þekti myndina. tafarlaust og sagði með hægð: »Þeir geta sagt hvað sem þeir vilja — við höldum áfram að lii'a eftir andlátið«. »Eg veit segir presturinn, að eg heli fengið mynd af syni mínum framliðnum*. L

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.