Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Side 52

Morgunn - 01.04.1920, Side 52
46 MORGDNN Eg ætla að lokum að víkju fáum orðum — til við- bótar við það, sem eg hefi sagt á víð og dreif hér á undan — að því, hver árangur presturinn telur hafa orðið fyrir sjálfan hann af þessum rannsóknum hans. »Menn munu sjá það«, segir hann, »að eg lagði út í þessar rannsóknir með hleypidómafullum hug. Sann- reyndirnar hai'a lamið svo vanþekking mina, að hún hefir farið i smámola. . . . Eg hefi vandlega íhugað sérhverja kenningu, sem komið hefir verið með til skýringar á fyr- irbrigðunum. Eg hefi þjappað saman 4 tvö ár meiri rann- sóknum en margir menn hafa fengist við alla sína æfi; og yfirleitt get eg sagt, að niðurstaðan er sú sama hjá mér eins og hjá Sir Oliver Lodge og Mr. J. Arthur Hill. Mér hefir auðnast að fá sannanir þess, að það er rétt, sem Stead sagði mér alt af. Við erum umkringdir af öndum framliðinna manna, þeirra sem við unnum. Vel má vera, að ekki verði allra fyrirbrigðanna gerð grein með þessari einföldu sannreynd; eg efast, sannast að segja, um það, að nokkur viti enn, hvernig andar framliðinna manna tgeta notað menn, sem sérstökum sálarhadileikum eru gæddir. En þó að heilt ríki órannsakaðra leyndar- dóma sé bundið við þetta mál, þá er ókleift að komast undan þeirri ályktun, að framliðnir menn komist í sam- band við okkur. Þegar viðurkenning þessa hefl fengist, þá verður ráðgátan þessi: eru þetta í raun og veru ást- vinir okkar? Eg svara því játandi. Mér er ókleift að rengja sannanirnar fyrir þvi, að sonur minn hali talað við mig«. Enn fremur farast prestinum svo orð: »Mig langar til að taka það fram, að rannsóknirnar hafa haft þau áhrif á minn hug, að styrkja trú mína á Krist og kenningu Nýja testamentisins. Eg á Mr. Vango og Miss McCreadie mikla skuld að gjalda, og þau hafa veitt nýju ljósmagni yfir alheiminn í mínum augum. Eg skil nú atriði í ritningunni hundruðum saman, sem eg hafði aldrei skilið áður. Eg er »evengeliskur« prédikari fagn-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.