Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Page 60

Morgunn - 01.04.1920, Page 60
54 MORGUNN bandið. Að nokkuru leyti er það auðvitað af ást á okkur. En að nokkuru leyti er það vafalaust vegna þess, að 8umir þeirra hafa þörf á því. Eg minnist svo margra dæma þess úr eiginni reynslu, að eg þyrfti marga félags- fundi til þess að skýra ykkur frá þeim, ef út í það œtti að fara. Það er alveg áreiðanlegt, að ástand framliðinna manna er mjög margvíslegt og með öllu* ólíkt því, er þeir geta gert sér i hugarlund, sem eru alveg ókunnugir þessu sambandsmáli. Og það virðist, fyrir reynslu, sem fengin er í öllum löndum, ekkert síður hér en annarstaðar, vera óyggjandi sannleikur — þó að kynlegt megi virðast — að langbeinasti vegurinn til þess að hjálpa sumum fram- liðnum mönnum sé sá að koma þeim um stund aftur í samband við jarðneska. menn. Það þarf ekki að taka það fram, að það er lofsvert og mikilvægt að halda tilraunafundi í því skyni að fá sannanir. Það er réttmætt, að minni hyggju, að taka ekkert gilt við neitt samband, fyr en einhverjar sannanir hafa komið. En það er vafalaust afar-áríðandi að líta á framliðna sambandsmenn sem ástvini sína, og að reka rannsóknarstarfið raeð þeim hug. Þegar sá hugur er orð- inn rótgróinn, þá fyllast menn ekki óþolinmæði, þó að stirt gangi stundura fyrir þeim með sannanir. Þá athuga menn það, að frá þeirra sjónarmiði getur sannanagræðgin gengið fram úr hófi — að þeim getur fundist, að ein- hvern tíma eigi þeir að hafa frið fyrir henni, og að ein- hvern tíma hafi þeir sannað sig nógu vel. Þá íhuga menn það, að oft veldur sannanaviðleitnin þeim ekki að eins örðugleikum, heldur beinlínis þjáning. Þá hafa menn það hugfast, að framliðnum manni getur verið það að síuu leyti jafn-mikilvægt að mega tala við okkur um ósannað mál, einö okkur er það að fá eannanir. Þá missum við aldrei sjónai1 á því, að til sambandsins milli heimanna er vafalaust stoi'nað af óendanlega góðfúsum og vitrum verum í því skyni, að það skuli verða til blessunar bæði okkur á jörðinni og bræðrum okkar og systrum á landinu ókunna.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.