Morgunn - 01.04.1920, Qupperneq 64
58
MORGUNN
atriði, sem eg hefi minst á i frásögninni um tilraunir
Wynns. Ekki er það samt neitt dularfult fyrirbrigði, sem
fyrir hann kom — heldur sú staðhæfing hans, að ekki sé
til neinn sneflll af sönnun fyrir þvi, að þau fyrirbrigði,
sem spiritistar hyggja að stafi frá öðrum heimi, séu sprott-
in frá jarðneskum mönnum eingöngu. Sumir menn virð-
ast halda, að slíkar skýringar séu miklu »vísindalegri« en
skýringar spíritistanna. Mér er óhætt að fullyrða, að það
er ekkert annað en hugarburður. Eg get ekki að því gert,
að mér finst það broslegt. hvað sumir menn hampa spek-
ingslega hinum og öðrum skýringum gegn spíritismanum
— eins og t. d. þegar þeir segja af töluverðu mikillæti,
að þetta og þetta sé ekkert annað en fjarhrif (telepatía).
'Nú segir einn þeirra manna, sem allra-mesta þekking hefir
bæði á fjarhrifa-fyrirbrigðum og á spíritismanum, prófessor
Hyslop, að samband við framliðna menn sé margfalt betur
sannað en fjarhrifin. Það er eitthvað undarlegt, ef það væri
»visindalegra« að skýra nokkurt fyrlrbrigði tilverunnar með
því, sem er lakara sannað en með hinu, sem er betur sann-
að. Auðvitað tekur hann samt gilda kenninguna um að
fjarhril' séu til — því að hann álítur að fyr sé nú mál
sannað en að það hafi jafn-miklar sannanir sín megin eins
og sambandið við framliðna, menn hefir.
En þó að fjarhrifakenningin sé tekin gild, þá verða
allir raenn með viti að kanuast við það, að við vitum
alls ekkert um það, hvernig fjarhrifin gerast. Hvernig
berast áhrifin úr einum hug í annan aðra leið en leið skiln-
ingarvitanna? Berast þau beint, t. d. eftir einhverjum öldum,
sem einn hugurinn lirindir at stað og annar hugur grípur,
eins og sumir halda? Aðrir eru því mótfallnir. Sumir halda,
að fjarhrifin gerist með milliliðum — að það sóu verur úr
öðrum heimi, sem flytji hugsanirnar og tilfinningarnar milli
manna — með öðrum orðum, að f jarhrifin sjálf sóu spiritistisk
fyrirbrigði. Við vitum ekki, nema það kurmi að vera rétt.
Við vitum ekkert um það. Svo lítið vitum við, að jafnvel það
vopnið, sem mest hefir verið beitt gegn spíritismanum, fjar-