Morgunn - 01.04.1920, Qupperneq 71
MORGUNN
65
af fólkinu standa i þéttum hóp úti á sléttunni milli húss
kirkju. Eg spyr konu. sem þar stóð, hverju þetta sæti,
hvers vegna, fólkið gangi ekki beint í kirkju. Hún svar-
ar og segir: »Það er verið að taka gröfina*. Eg geng
með henni að mannþyrpingunni og spyr, hvers gröf sé
verið að taka; »það er gröf konanna hans síra Jóns«,
svaraði konan. »Nú! — segi eg — og þær eru þó jarð-
aðar á Skeggjastöðum; — þetta er þó undarlegt«. Þá
segir hún: »Það er nú verið að taka. þá þriðju«. Rétt i
þessu heyri eg, að síra Jón segir: »Takið þið gröfina þarna
hjá þessum gröfum«; hann beudir um leið með hægri
hendinni á grafirnar — þá sá eg að þarna voru grafir —
og bætir við: »Nú er hægri hönd mín orðin máttlaus«.
Þá vaknaði eg.
Síra Jón fluttist að Sauðanesi vorið 1906; þar dó síð-
.asta kona hans um sumarið.
DI. ITlaðurinn, sem uar að biðja guð miskunnar.
Nóttina fyrir 20. des. 1909 dreymdi mig, aðegþóttist
ganga út í kirkjuna. hér á Möðruvöllum, og ætlaði inn i
kórinn. Stúlka af heimilinu var með mér. Þegar við
kornum inn á kirlcjugólfið, só eg mann standa inni á
gráðupallinum, hallast fram á altarið og byrgja fyrir and-
lit sér með höndunum. Hann er að taln, og svo hátt, að
eg heyri glögt fremst á kirkjugólíið að hann er að biðja guð
misltunnar og fyrirgefningar á syndum sínum. — Eftir
að við höfðum staldrað þarna við örlítið, segir stúlkan,
sem með mér var: Æ, við skulum halda áfram inn i
kórinn. En eg þverneitaði því. í þessari svipan snýr
maðurinn sór snögglega við, og þegar hann kemur auga
á okkur, gengur hann mjög hratt fram hjá okkur og út
úr kirkjunni; í því hann snaraðist fram hjá okkur þekti
eg hann, hafði séð hann hjá Ola bróður mínum á Hjalt-
eyri; eg flýti mer út til að vita, hvert hann mundi eigin-
5