Morgunn - 01.04.1920, Qupperneq 81
MOEGUNK
75
Eg er sannfærður um, að fjöldi fólks mundi taka þeim
með fögnuði, einkum þar sem, nú orðið, vantar hentugai'
húslestrarbækur, sem samsvara kröfum timans — sam-
eina þá tvo mikla kosti að vera kristilegar, en þó lausar
við kreddur bókstafsins og erfikenningantia. Það hvorttveggja
eru prédikanir prófessors Haralds Níelssonar i ríkulegum
mæli«.
ýmislEgt utan úr hEÍmi.
Conan Doylb. — Systir kirkjuhöfðingjans. — Eannsóknarnefnd
ERKIBISKUPSIN8. — AlESHERJARNEFND. — HARALDUR NÍELSSON.
Sir A. Conan Doyle læknir, skáldsagnahöfundurinn
lieimsfrægi, er mestur postuli spíritismans í heiminum um
þessar mundir. Það hefir verið eftir honum haft, að hann
telji sig hafa öðlast lýðhylli sína til þess að honum skyldi
gefast því betra færi á að koma þvi málefni til eyrna al-
mennings, sem hann telur mikilvægast í heimi. Og víst
er um það, að hann notar það færi. Hann fer borg úr
borg til þess að flytja erindi um sambandið við annan
heim og þann mikilvæga sannleika, sem hannn telur það
samband hafa leitt i ljóa. Ávalt eru honum útvegaðir
stærstu salirnir, sem til eru í borgunum, en venjulega
verða margir frá að hverfa, sumstaðar mannfjöldi, sem
skiftir þúaundum, ftn þess að geta komist inn,
Eina af þessum samkomum sínum hélt hann i borg-
inni Leicester á sarna tíina, sem enska biskupakirkjan
var að heyja þar þing. Þá sagði hann eftirfarandi sögu:
Tveir vinir hans, prestur að nafni Crewe og lögmað-