Morgunn - 01.04.1920, Page 82
76
MORGUNN
ur, sera heitir Phillips, báðir frá New-York og félagar £
amerísku deildinni af K. F. U. M., voru á gangi um Ox-
fordstræti í Lundúnum, og sáu þar ungan Englending,
mjög drukkinn. Presturinn er skygn, og sá svip konu
ganga við hliðina á þessum unga manni og horfa á hann
meðaumkunaraugum. Prestur réð þegar af að forvitnast
um, hvort hann gæti enga hjálp veitt, gekk til hinsunga
raanns og bað hann að koma með sér og félaga sínum og
tala við þá. Þeir komu honum heim til sín, og urðu þess
þá visari, að hann var systursonur eins af æðstu mönn-
um ensku biskupakirkjunnar og kominn langt út á glap-
stigu.
Presturinn sagði unga manninum frá konunni, sem
hann hafði séð og kvaðst halda, að hún hlyti að vera
móðir hans. Pilturinn sagði, að lýsingin ætti nákvæmlega
við móður sína. Prestur bætti því þá við, að þegar pilt-
urinn hefði náð sér aftur, skyldu þeir halda dálítinn til-
raunafund. Þeir héldu fundinn, þessir þrír. Prestur fór
í sambandsástand, og móðirin — systir kirkjuhöfðingjans
— náði valdi á honum og talaði við drenginn sinn. Þegar
prestur vaknaði, sat pilturinn grátandi öðrumegin við
borðið og lögmaðurinn grátandi hinumegin. Þeir sögðu
presti, að móðir piltsins hefði komið með orðin, sem hún
hefði sagt við son sinn í andlátinu, að hún hefði sungið
fyrir hann, og að hún hefði sagt honum, að nú væri hann
að komast út úr þrengingunum og að eftirleiðis mundi
honum farnast vel.
Conan Doyle bætti þvi við, að hann hefði sjálfur
fengið bréf frá þessum unga manni. í bréfinu var sagan
Sögð frá upphafi og þessu bætt við: »Þetta er skatturinn,
sem eg greiði til raálsins, er hefir bjargað mér. Eg sltal
aldrei komast út á villustiga oftar. Farið þér með þetta
eins og yður sýnist*. Conan Doyle sendi móðurbróðurnum,
kirkjuhöfðingjanum, bréfið og skrifaði honum með því, lét
hann vita, að hann mundi aldrei gera almenningi kunnugt,
hver pilturinn væri, og bætti við þessum orðum : »En gerið