Morgunn - 01.06.1930, Side 28
22
M 0 R G U N N
eg- ætti að geta það engu síður, þó hann hefði yfirgefið
líkama sinn. Hann fól mér enn fremur að gefa sem fyrst
út viðbót við ræðusafnið ,,Árin og ieilí'fðin“ og lofaði að
fylgjast með því og hjálpa mér úr hinum heiminum
með valið á ræðunum.
Eg er í engum efa um, að Haraldur hefir staðið
við þetta loforð sitt; eg varð áhrifa hans vör á marg-
víslegan hátt, á meðan eg undirbjó til prentunar og gaf
út ,,Árin og eilífðin II“. Stundum birtist hann mér í
draumum, en stundum voru það sterk hugsanaáhrif, sem
eg varð fyrir, svo eg breytti ákvörðunum, sem eg var
áður búin að taka. Sjálf hefi eg því haft svo náið sam-
band við hann, að eg þurfti ekki miðla með, enda þarf
eg ekki að halda á sönnunum fyrir framhaldi lífsins;
framhaldslífið er mér veruleiki.
Eg ákvað í vori var að fara á alheimsfund Stjörnufé-
lagsins í Hollandi næsta sumar. Enda þótt mér þætti
drengurinn minn of ungur, til þess að taka hann með
mér, þá fanst mér þó sjálfsagt að fara um leið til Crewe
og fá mynd hjá ljósmyndamiðlunum þar. Ennfremur áleit
eg það skyldu mína, bæði gagnvart Haraldi og íslenzku
þjóðinni, að gefa honum kost á að sanna sig hjá miðl-
um, svo ekki yrði um vilst; eg afréð því að dvelja um
tíma í London og sækja fundi hjá ýmsum miðlum.
Á leiðinni til London kom eg við í Crewe og ætlaði
að fá tekna mynd, en miðlarnir voru þá ekki heima;
varð eg þvi seinna að taka mér ferð á hendur þangað,
frá London. Eg hafði látið skrifa frá London og spyrja,
hvort eg mætti koma ákveðinn dag, en ekkei’t var tek-
ið fram í bréfinu annað en það, að leg væri útlend kona.
Til þess að þjóðerni mitt uppgötvaðist síður, bar eg ekki
íslenzka búninginn tímann, sem eg var í London; yfir-
leitt vissu miðlarnir ekkert um mig, nema hvað þeir auð-
vitað hafa heyrt, að eg var útlendingur. Eg fékk að vita,
hvaða plötustærð miðlarnir í Crewe notuðu, og keypti