Morgunn - 01.06.1930, Síða 29
MORGUNN
23
plötupakka í London, sem eg hafði með mér. Miðlarnir
í Crewe eru karl og kona; þurfa þau alt af bæði að
vera við, til þess að aukamyndir komi á plöturnar. Mað-
urinn var við vinnu sína, þegar eg kom, en konan sendi
strax eftir honum; beið eg um stund í stofunni hjá
henni á meðan. Eg nefndi auðvitað ekki nafn mitt, en
konan spurði, hvort eg væri holllenzk. Eg kvaðst ekki
óska að gefa neinar upplýsingar um sjálfa mig, og
spurði hún þá einskis frekar. Rétt á eftir kom maður-
inn, settumst við þá öll þrjú við borð og lagði eg plötu-
pakkann á borðið. Albjart var í stofunni, miðlarnir báð-
ust fyrir og sungu, og magnetiseruðu plötupakkann á
meðan með fingurgómunum, en sjálf slepti eg þó aldrei
höndunum af plötunum. Síðan stóðum við upp; eg tók
pakkann og fylgdi nú manninum inn í myrkurbyrgið;
þar tók eg pakkann upp og valdi sjálf úr honum tvær
plötur, sem eg skrifaði nafnið mitt á, setti eg þær svo
sjálf í myndahylkið og bar það út að myndavélinni.
Myndin var tekin úti í garði við húsið. Eg sat fyrir, en
miðlarnir stóðu hjá vélinni. Þegar myndin hafði verið
tekin, fylgdi eg manninum áftur inn í myrkurbyrgið,
þar sem myndirnar voru nú framkallaðar; lcom mynd
Haralds út á undan minni mynd, svo að eg hafði þekt
hana, áður en eg sá mína mynd. Eg aðgætti svo plöt-
urnar aftur og fullvissaði mig um, að nafn mitt stóð á
Þeim; það hlutu því að vera sömu plöturnar, sem eg
hafði sett inn í myndahylkið. Eg skýri frá þessu svona
nákvæmlega, til þess að menn skilji, hve ómögulegt
það ætti að hafa verið, að koma svikum við.
Eg dvaldi í London 16 daga, hafði eg á þeim tíma
1 fundi með 5 miðlum. Með mér var í London frk. Sig-
níður Björnsdóttir, Jenssonar; var hún með mér á öll-
um fundunum, nema þeim seinasta. Skrifaði hún upp
jafnóðum, það sem kom hjá miðlunum, auðvitað þó ekki