Morgunn - 01.06.1930, Side 33
M 0 R G U N N
27
er öðruvísi en sá íslenzki; sennilega hefir því miðillinn
ekki þekt hempuna.
Jeg spurði einu sinni einnar spurningar á íslenzku.
Þá svaraði miðillinn með miklum ákafa ,,jú, jú, jú“.
Eftir það er augsýnilega um stund reynt að koma ein-
hverjum íslenzkum orðum í gegn, en tekst ekki, nema
nafnið „Haraldur" kemur afbakað, Þá minnir Haraldur
á draum, sem mig hefði dreymt, áður en við giftumst;
hafði hann stundum mint mig á þennan draum, á meðan
við vorum saman, og nú kom hann enn með hann og hver
þýðing hans mundi vera. Miðillinn segir, að hann sýni
sér nú húsið, þar sem við höfum búið; hún segist koma að
stórum dyrum, sem sé eins og bogi yfir, þá komi hún inn
í ferkantaða, stóra forstofu, þar sé panell í kring, síðan
gangi hún upp breiðan stiga, en komist svo ekki lengra.
Þetta er lýsing á innganginum í Laugarnesspítala, en
ekki að íbúð okkar. Ennfremur finst miðlinum, að nú
standi hún við glugga í íbúð okkar; hún segir að húsið
standi lágt, en há fjöll blasi við út um gluggann.
Fundur með Mr. Austin,
17. júlí 1929.
Miðillinn er ekki í dái, enda er hann aðallega
„psykometriker".
Miðillinn byrjar fysta að tala um blikið í kring um
höfuðið á mér; segir mér ýmislegt um það. Þá segir
hann, að nú komi gömul kona. Hún sé ekki há, en frem-
ur þrekin, einkennilega lclædd, pilsið sé vítt og sítt,
treyjan nærskorin og komi inn um mittið. Miðillinn segir,
að þessi kona hafi verið sívinnandi og sér finnist að hún
geti gert alt, hún hafi verið svo myndarleg til handanna,
Segir, að hún tali um, að hún hafi átt eitthvert verk
hálfgert, þegar hún hafi farið og biður um, að það sé
lokið við það. Talar ennfremur um mynd, sem hangi
beint á móti dyrunum á herbergi konunnar.