Morgunn


Morgunn - 01.06.1930, Side 41

Morgunn - 01.06.1930, Side 41
MORGUNN 35 grátt hár og sítt alskegg, hafi hann haft skeggið til skjóls og hafi haft fyrir sið að naga það. Ennfremur talar hún um litla stúlku, sem sé með móður minni, en eg kannast ekkert við. Með móður minni segir hún að sé líka drengur, sem hún muni eiga. Móðir mín misti dreng nokkurra daga gamlan. Alt í einu hrópar mið- illinn: ,,Átt þú Jón“, spyr svo, hvort móður minni hafi verið ilt fyrir brjóstinu, áður en hún hafi dáið. Hún dó úr lungnabólgu. Segir, að hún sýni mér ameríska flagg- ið, hún sé að hugsa ium einhvern í Ameríku, n'efni ,,bróðir“, hún hugsi um fjóra á jörðinni, og það séu tveir karlmenn af því. í bili skildi eg ekki, hvað hér var átt við, en þegar eg fór að færa inn fundargjörð- ina, skýrðist alt fyrir mér. Með ,,Jón“ er átt við Jónas minn, sem hafði verið augasteinn ömmu sinnar, síðan er sýnt ameríska flaggið og sagt ,,bi’óðir“, það þýðir: ,,bróðir Jónasar er í Ameríku“, en móður minni hafði þótt mjög vænt um Kornelíus stjúpson minn; þetta eru karlmennirnir, sem hún hugsar um á jörðinni, og svo sennilegt, að eg og litla dóttir mín séum konurnar. Þá fer miðillinn að tala um eldri mann með skegg, sem standi nú hjá foreldrum mínum, það sé eins og þau heyri mér öll til. Segir, að hárið á manninum sé þykkara í vöngunum, en lítið uppi á höfðinu, og orðið grátt; lýsir honum ofurlítið meira, og getur lýsingin átt við Harald; segir, að maður þessi hafi verið tengd- ur kirkjiunni. Miðillinn skilar til mín frá manninum, að hann sé ánægður með eitthvað, sem eg sé að gera; eg haldi áfram einhverju starfi, sem hann hafi átt eftir, þegar hann hafi farið yfir um. En svo er sagt, að móð- ir mín vilji ekki hleypa neinum öðrum að, hún segist eiga þennan dag. Þá spyr miðillinn: „Átt þú Jónas?“ og síðan hrópar hann hástöfum: „Jónas, Jónas“, segir, að þau elski hann, umlyki hann með kærleika. Þá er skilað frá móður minni, að eg muni fara ferð með járnbraut, en komi svo aftur til London; eg fór til 3*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.