Morgunn - 01.06.1930, Síða 41
MORGUNN
35
grátt hár og sítt alskegg, hafi hann haft skeggið til
skjóls og hafi haft fyrir sið að naga það. Ennfremur
talar hún um litla stúlku, sem sé með móður minni, en
eg kannast ekkert við. Með móður minni segir hún að
sé líka drengur, sem hún muni eiga. Móðir mín misti
dreng nokkurra daga gamlan. Alt í einu hrópar mið-
illinn: ,,Átt þú Jón“, spyr svo, hvort móður minni hafi
verið ilt fyrir brjóstinu, áður en hún hafi dáið. Hún dó
úr lungnabólgu. Segir, að hún sýni mér ameríska flagg-
ið, hún sé að hugsa ium einhvern í Ameríku, n'efni
,,bróðir“, hún hugsi um fjóra á jörðinni, og það séu
tveir karlmenn af því. í bili skildi eg ekki, hvað hér
var átt við, en þegar eg fór að færa inn fundargjörð-
ina, skýrðist alt fyrir mér. Með ,,Jón“ er átt við Jónas
minn, sem hafði verið augasteinn ömmu sinnar, síðan
er sýnt ameríska flaggið og sagt ,,bi’óðir“, það þýðir:
,,bróðir Jónasar er í Ameríku“, en móður minni hafði
þótt mjög vænt um Kornelíus stjúpson minn; þetta eru
karlmennirnir, sem hún hugsar um á jörðinni, og svo
sennilegt, að eg og litla dóttir mín séum konurnar.
Þá fer miðillinn að tala um eldri mann með skegg,
sem standi nú hjá foreldrum mínum, það sé eins og
þau heyri mér öll til. Segir, að hárið á manninum sé
þykkara í vöngunum, en lítið uppi á höfðinu, og orðið
grátt; lýsir honum ofurlítið meira, og getur lýsingin
átt við Harald; segir, að maður þessi hafi verið tengd-
ur kirkjiunni. Miðillinn skilar til mín frá manninum, að
hann sé ánægður með eitthvað, sem eg sé að gera; eg
haldi áfram einhverju starfi, sem hann hafi átt eftir,
þegar hann hafi farið yfir um. En svo er sagt, að móð-
ir mín vilji ekki hleypa neinum öðrum að, hún segist
eiga þennan dag. Þá spyr miðillinn: „Átt þú Jónas?“
og síðan hrópar hann hástöfum: „Jónas, Jónas“, segir,
að þau elski hann, umlyki hann með kærleika. Þá er
skilað frá móður minni, að eg muni fara ferð með
járnbraut, en komi svo aftur til London; eg fór til
3*