Morgunn - 01.06.1930, Page 42
36
M 0 Ií G U N N
Crewe næsta dag. Ennfremur talar móðir mín um, að
eg viti, að von sé á barni hjá einhverjiu vinafólki okk-
ar, og það muni verða stúlka. I sömu andránni er talað
um, að barn muni deyja innan þriggja vikna. Yið Sig-
ríður tókum þetta svo, að eitthvert barn áhangandi ann-
arihvorri okkar mundi deyja innan þriggja vikna, en
spásögn þessi virðist hafa komið fram á alt annan hátt.
Jeg gerði ráð fyrir, að það væri hjá Sigurði Kristins-
syni frænda mínum, sem móðir mín spáði fæðingu
stúlkubarnsins. Hjá þeim hjónum fæddist líka stúlku-
barn í haiust er var, en litla stúlkan dó nokkurra daga,
varð ekki þriggja vikna.
Fundur með Mrs. Mason,
22. júlí 1929.
Miðillinn fellur strax í dásvefn, stjórnandinn er
telpa 11—12 ára gömul. Fundurinn hefir sennilega tek-
ist ver, af því að hvassveður var í aðsigi, miðillinn
kvartar um, að skilyrðin séu slæm, enda sýnist sam-
bandið erfitt.
Fyrst segir miðillinn að komi gömul kona, 60—70
ára, geti þó verið eldri. Hún lýsir henni nokkuð, og
gæti lýsingin átt við gamla konu, Kristínu að nafni,
sem fylgt hafði ætt minni sem hjú í þrjá liði, og dó
hjá okkur hjónunum fyrir tveimur árum. Miðillinn seg-
ir, að kona þessi hafi lítið, grátt hár, greitt aftur; ef
hún sé ekki móðir mín, þá sé hún að minsta kosti tengd
mér móðurlegum böndum, en Kristín hafði fóstrað mig,
þegar eg var barn. Svo fer miðillinn að lýsa karlmanni,
30—40 ára gömlum; er eg ekki viss um að þekkja
hann af lýsingunni, enda koma engin skilaboð frá
honum.
Þá segir miðillinn, að komi eldri maður, hafi líklega
verið um sextugt, þegar hann hafi dáið. Hann sé hár
og herðibreiður, ennið hátt, hárið grátt og orðið þunt