Morgunn - 01.06.1930, Side 47
MORGUNN
41
toegi trúa því, að hann sé orðinn vel hraustur. Segir,
að sér hafi þótt ákaflega vænt um þennan dreng, segist
hafa átt litla mynd af honum, sem sér hafi þótt vænst
um af myndum, sem af honum hafi verið teknar, hann
hafi altaf borið þessa mynd á sér. (Rétt). Segir, að hann
Vlti, að síðan hann kom yfir í andaheiminn, hafi verið
tekin mynd af drengnum. Við höfum verið vön að segja,
að drengurinn væri líkur mér, en nú sé hann að líkjast
ser meira og meira. (Alt rétt). Þakkar mér fyrir, að eg
Vlðhaldi minningunni um sig hjá drengnum og láti hann
ekki gleyma sér. Segir, að eg beri á hendinni sléttan hring,
sem sé frá sér, það séu stafir innan í honum. Hann hafi átt
annan hring eins; það hafi líka verið stafir í honum. Spyr,
því eg hafi ekki hinn hringinn á hendinni, það sé hring-
Ur frá móður minni, hann sé heldur víður á mig. (Rétt).
Talar um, að hann hafi verið hjá mér, þegar eg hafi
Vurið að tína saman bréfin frá homum, eg hafi lagt þau
til hliðar, svo þau glötuðust ekki, honum þyki vænt um
bað. Minnir á móðurmerki, sem eg hafi á hendinni og á
veski, sem hann hafi átt og eg geymi. (Þetta er alt rétt).
Þá segir miðillinn, að maðurinn tali um, að hann
hafi einu sinni átt hund, sem honum hafi þótt mjög vænt
uKi, segist hafa fundið hundinn aftur í andaheiminum.
Eft vissi ekki til þess, að Haraldur hefði nokkurn tíma
att hund, en þegar eg kom heim og fór að spyrja systur
haus, þá sögðu þær mér, að þegar hann hefði verið dreng-
Ur> hefði hann átt smalahund, sem honum hefði þótt af-
arvænt um; það var eini hundurinn, sem hann átti á æf-
mni. Þá reynir maðurinn að koma nafninu sínu, en kemst
ekki nema Har., reynir þá að koma fleiri nöfnum, mið-
^ilinn nefnir Alberg, það sé kona á jörðunni, og Aldór
Se drengur á jörðinni. Alberg á auðvitað að vera nafnið
uiitt og Aldór á sjálfsagt að vera Halldór, drengurinn
Ulinn heitir Jónas Halldór, en miðillinn nær nöfnunum
ekki betur en þetta.
Nú segir miðillinn, að maðurinn tali um svefnher-