Morgunn


Morgunn - 01.06.1930, Page 50

Morgunn - 01.06.1930, Page 50
44 MORGUNN i stjúpdóttir mín, hún var yngst af eldri börnunum og hafði sem barn óvenjumikið og fallegt hrokkið hár. Miðillinn segir, að maðurinn sé svo ákafur, að hann hindri sig með því, að hann sé byrjaður á nýju, áður en hún hafi getað lokið við það, sem hann hafi verið með áð- ur. Miðillinn spyr, hvort eg finni til fyrir brjóstinu. Eg neita því; hún segir, að maðurinn bendi á brjóstið á mér, en segir svo að hann segi, að eg eigi kapsel, eg sé ekki með það núna, hann vanti það á brjóstið á mér, það sé mynd af honum í því. Kapselið hafði Haraldur gefið mér, og var mynd af honum í því, en læsingin hafði bilað, svo eg brúkaði það ekki. Þá er sagt, að maðurinn segi, að við eigum heima í norðri, honum hafi þótt ákaflega vænt um, að eg hafi komið hingað, en nú hlakki hann til að fylgja mér aftur heim. Segir, að endurminningin um Frakkland komi til sín, eg muni skilja hvers vegna. Eg hafði einu sinni áður verið í London, þá var Haraldur með mér; við skildum í London og eg fór yfir til Frakk- lands; þannig stendur sjálfsagt á Frakklands minning- unni. Miðillinn segist sjá orðu á brjósti mannsins, en þekkir hana ekki. Þá kemur heilmikið um mína eigin hagi, sem kom- ið hefir fram á merkilegan hátt, en ekki verður farið hér út í. Þá segir miðillinn, að þegar komið sé inn í her- bergi heima hjá okkur, þá sé stór bókaskápur hægra megin. Maðurinn hafi átt mikið af bókum, eg hafi geng- ið í gegnum þær allar, ég sé búin að láta margar í burtu, en mikið sé eftir enn þá. Bókaskápurinn sé svo stór, að það þurfi að stíga upp á eitthvað, til þess að ná í efstu hillurnar. Talar um skrifborð og um stól, sem maðurinn hafi haldið sérstaklega upp á. Þetta er alt rétt. Nú þagnar miðillinn skyndilega og vaknar rétt á eftir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.