Morgunn - 01.06.1930, Síða 50
44
MORGUNN
i
stjúpdóttir mín, hún var yngst af eldri börnunum og
hafði sem barn óvenjumikið og fallegt hrokkið hár.
Miðillinn segir, að maðurinn sé svo ákafur, að hann
hindri sig með því, að hann sé byrjaður á nýju, áður en
hún hafi getað lokið við það, sem hann hafi verið með áð-
ur. Miðillinn spyr, hvort eg finni til fyrir brjóstinu. Eg
neita því; hún segir, að maðurinn bendi á brjóstið á mér,
en segir svo að hann segi, að eg eigi kapsel, eg sé ekki
með það núna, hann vanti það á brjóstið á mér, það sé
mynd af honum í því. Kapselið hafði Haraldur gefið mér,
og var mynd af honum í því, en læsingin hafði bilað,
svo eg brúkaði það ekki. Þá er sagt, að maðurinn segi,
að við eigum heima í norðri, honum hafi þótt ákaflega
vænt um, að eg hafi komið hingað, en nú hlakki hann til
að fylgja mér aftur heim. Segir, að endurminningin um
Frakkland komi til sín, eg muni skilja hvers vegna. Eg
hafði einu sinni áður verið í London, þá var Haraldur
með mér; við skildum í London og eg fór yfir til Frakk-
lands; þannig stendur sjálfsagt á Frakklands minning-
unni. Miðillinn segist sjá orðu á brjósti mannsins, en
þekkir hana ekki.
Þá kemur heilmikið um mína eigin hagi, sem kom-
ið hefir fram á merkilegan hátt, en ekki verður farið
hér út í. Þá segir miðillinn, að þegar komið sé inn í her-
bergi heima hjá okkur, þá sé stór bókaskápur hægra
megin. Maðurinn hafi átt mikið af bókum, eg hafi geng-
ið í gegnum þær allar, ég sé búin að láta margar í
burtu, en mikið sé eftir enn þá. Bókaskápurinn sé svo
stór, að það þurfi að stíga upp á eitthvað, til þess að
ná í efstu hillurnar. Talar um skrifborð og um stól, sem
maðurinn hafi haldið sérstaklega upp á. Þetta er alt rétt.
Nú þagnar miðillinn skyndilega og vaknar rétt á
eftir.