Morgunn - 01.06.1930, Page 56
50
MORGUNN
sem standi í sambandi við kirkjuna og dauða hans, segir
að nafnið hans standi á töflunni. Hér er sjálfsagt átt við
silfurskildi, sem gefnir voru á kistu Haralds.
Þá er enn minst á, að næst yngsta systir mannsms
sé veik, eg viti það ekki, en muni frétta það; sérstak’ega
skuli eg minnast þess í október í haust. Þegar eg kom heim
í haust og fór að spyrja um þessa mágkonu mína, frét': eg
að hún væri frísk, en maður hennar væri mikið veikur.
Maðurinn dó seinast í september, og var eg þá stödd uppi
í Borgarfirði og hélt eg húskveðju yfir honum snemma í
október; hefir Haraldur vafalaust vísað til þessa atburö-
ar með því að tala um október.
Sagt að Haraldur biðji að skila, að hann hitti móður
mína stundum og hann sé oft með Stínu. Kristín gamla,
sem áður er getið, var jafnan í daglegu tali nefnd Stína.
Segir, að þeim þyki öllum svo f jarska vænt um, að eg hafi
farið þessa ferð. Þá nefnir miðillinn nafnið Konni, skýrt.
Kornelíus, stjúpsonur minn, var oftast nefndur því nafni.
Segir, að maðurinn segi, að hann hafi átt erfitt um tíma,
en nú hafi ræzt fram úr því. Hann stundi háskólanám,
hann muni taka gott próf, maðurinn sé svo glaður yfir
því. Nokkru seinna kom bréf frá Kornelíusi, hann hafði
átt í basli við að útvega sér atvinnu yfir sumarið, en hef-
ir verið búinn að fá atvinnu, þegar þessi fundur var hald-
in. Þá nefnir miðillinn nafnið Ella, segir að hún sé dótt-
ir mannsins; Elín, stjúpdóttir mín er nefnd Ella. Segir,
að pabbi hennar vilji láta hana æfa sig að spila á hljóð-
færi. Hún sé heima hjá mér núna, honum þyki vænt um
það,hún skuli ekkert fara burtu strax. Talar um, að hún
hafi látið taka mynd af sér nýlega, en sér þyki ekkert var-
ið í þá mynd, og mér muni ekki þykja það heldur. Eg hafði
ekki séð mynd, sem tekin var af Elínu stuttu áður en eg
fór að heiman, en þegar eg sá hana, skildi eg, að pabba
hennar hefði ekki ]>ótt hún góð.
Þá segir miðillinn, að maðurinn sýni sér lítið barn,
dreng, hann segist elcki eiga hann. Eftir nokkra þögn seg-