Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 57
MORGUNN
51
ir miðillinn: „Hann segir, að hann sé dóttursonur sinn,
það eigi hann dóttir sín, sem sé eldri en Ella“. Reynir að
koma nafni hennar, en kemst ekki nema So., á auðvitað
að vera Soffía. Segir, að litli drengurinn hafi ekki verið
vel frískur framan af, en sé nú orðinn vel hraustur, seg-
ist ekki hafa þekt hann mikið, því hann hafi verið svo lít-
ill, þegar hann hafi farið yfir um. Miðillinn segir, að
maðurinn brosi og segi: „Litli drengurinn er miklu líkari
í okkar ætt, en í hina ættina“. Hér er talað um yngsta
dreng Soffíu, stjúpdóttur minnar, og er alt þetta rétt.
Nefnir nafnið Höskuldur, skýrt; segir, að hann sé
hvorki sonur mannsins né barnabarn, en það sé drengur,
sem sé mikið skyldur honum eitthvað til hliðar; (Höskuld-
ur er systursonur Haralds). Biður að segja Höskuldi, að
hann vilji hjálpa honum og geti gert það, hann komist svo
vel að honum. Minnist á úrið sitt, segir, að eg geymi það í
skúffu inni í svefnherberginu. (Rétt). Talar enn um, að eg
standi oft við glugga og horfi á fagurt útsýni, þá standi
hann hjá mér.
Segir, að það hafi einhvern tíma komið eitthvað fyr-
ir annan handlegginn á manninum; hann hafi meitt sig
í honum og búið að því lengi. Haraldur fór einu sinni úr
Hði á öðrum handleggnum, var honum öxlin altaf við-
kvæm eftir það. Talar um litla drenginn sinn, honum hafi
Verið ilt í hálsinum eftir að pabbi hans hafi farið yfir um;
l>að hafi verið skorið úr hálsinum á honum, eg hafi ])á
verið óróleg út af drengnum, (rétt); eg viti ekki, hvað
kann hafi þá verið nærri okkur. Segir, að tengdasonur
sinn og dóttir hafi flutt í nýtt hús, eftir að hann hafi far-
>ð yfir um; hann hafi verið búinn að tala svo mikið um
]>etta hús við þau, sér líki það ágætlega. (Rétt). Biður
innilega að heilsa öllum ]>essum vinum sínum, og þakkar
sérstaklega Sveini og Soffíu, hvað góð þau hafi verið mér,
Þá segir miðillinn, að hann sýni sér mynd af mér,
ekki mynd sem sé til í raun og veru, heldur mynd, sem
kann að síðustu vilji láta mig vita, að hann geymi af mér
4*