Morgunn - 01.06.1930, Side 65
MORÖUNN
59
laust var, virtist fara af stað eins og því væri fleygt inni
í herberginu. Jafnt kom þetta fyrir, þegar nóttin var
björt, en merkilegt var það, að aldrei sáu börnin neitt
hreyfast úr stað enda þótt skarkalinn væri í hámarki.
l3að var einkennileg-t, að enginn í húsinu heyrði hávað-
ar*n nema þau tvö, og var því lítið mark tekið á frásögn-
þeirra. En höf. segir, að þetta sé sér mjög í fersku
minni. —
Höf. segir síðar í bókinni frá fleirum tilfellum og
verulegum draugagangi, sem bundinn var við ákveðin hús.
Systir höf. og maður hennar, major Stewart, leigðu
sér einu sinni sumarbústað í stóru húsi, gömlu, sem hafði
staðið autt, ef til vill af því að það orð lá á, að í því
væri megn reimleiki. — Það leið heldur ekki á löngu að
l>au heyrðu á næturnar gengið um stigana og stigið þungt
til. Jafnvel á daginn heyrðist í einu gömlu svefnherbergi,
sem lá ónotað, mikill skarkali, eins og verið væri að velta
þar þungum kössum. Enda þótt þetta væri í fullum gangi,
þegar komið var að dyrunum og hlustað við þær, þá datt
alt í dúna logn jafnskjótt og þær voru opnaðar, enda sást
þá heldur ekki neitt óvenjulegt þar inni. — Gestir voru
stundum næstursakir hjá þeim hjónum og létu illa yfir
hávaðanum. — Eina nótt, þegar frú Stewart var ein
heima í þeim hluta hússins, er hún bjó í — þjónustufólkið
bjó í sérstakri álmu, — byrjuðu sérstaklega áköf læti
áti á enda á löngum gangi, sem lá meðfram herbergj-
uuum. Heyrði Mrs. Stewart nú ekki aðeins harðar stimp-
jugar og áflog, heldur fylgdi þeim bölv og ragn. Frúin var
að eðlisfari hugrökk og orðin ýmsu vön af þessu tæi, og
j^ddist með lampa í hendinni út á ganginn. Ekkert sá
bún, en heyrði að skarkalinn færðist nær henni. Var
lumpinn snögglega sleginn úr hendi hennar, og hún stóð
ettir } dimmu. Þá var henni, sem vænta má, nóg boðið,
eu hún komst þó aftur inn í herbergi sitt við illan leik,
euda voru þá ólætin á enda. — Eftirgrenslanir leiddu í