Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 66
60
M 0 E G U N N
Ijós, að hryllilegt sjálfsmorð hafði verið framið í þessu
húsi mörgum árum áður.
Aðra sögu segir höf, af húsi, er hún nefnir „Castel
a Mare“, skamt frá þeim stað er hún bjó um tíma ásamt
manni sínum. I „Castel a Mare“ hafði enginn fengist til
að búa um langan tíma vegna draugagangs, og var eig-
andinn í mestu vandræðum með það. Mrs. Tweedale á-
kvað nú ásamt manni sínum, sem einnig hafði mikinn
áhuga á dulrænum efnum, að rannsaka húsið, og fengu
þau lyklana lánaða hjá eigandanum. Eitt af því, sem hélt
við trúnni á draugaganginn í þessu húsi, voru ámátleg
óp og vein, sem heyrðust þaðan stundum, er menn fóru
þar framhjá. — Þau hjónin komu nú þangað daglega í
meira en mánuð. Það eina, sem þau heyrðu, var umgang-
ur hér og þar í húsinu, ]>ar sem enginn maður reyndist
vera, þegar að var gætt. Annað var einnig merkilegt, a5
hversu vel sem þau lokuðu öllum hurðum innanhúss, þá
stóðu þær allar opnar næsta dag. Einu sinni sáu þau hurð-
arhún snúið og hurðina opnaða, en enginn sást fyrir utan.
— Litlu síðar náði frú Tweedale tali af síðustu íbúum
hússins. Sögðust þeir einkum hafa flúið úr því vegna óp-
anna, sem heyrðust ]>ar altaf við og við á hvaða tíma dags:
sem var. Einnig hafði það verið óviðkunnanlegt til lengd-
ar, að heyra svo að segja stöðugt fótatak í kring um sig,.
og finna sig altaf í návist ósýnilegra gesta.
Nú leið og beið. En einn dag var Mrs. Tweedale á.
gangi fram hjá „Castel a Mare“ kl. 11 f. h. Heyrir hún
þá skelfingaróp mikið innan frá húsinu. Hún hrökk við,
en fann ekki ástæðu til eftirgrenslana frekar en aðrir,
sem ]>essi óp voru vanir að heyra. Nú vildi svo til, að
um ]>etta leyti hafði maður, sem hún þekti, gengist fyrir
því, að útvega miðil og halda tilraunafund í „Castel a
Mare“. Ákvað hún nú að vera þar með, og urðu þau 8
saman, konur og karlar, sem slógu sér saman í Jiessu
skyni, undir forustu hermanns nokkurs, sem skyn bar
á slíka hluti. Þau völdu sér stað í húsinu, sem ]>eim leizt