Morgunn - 01.06.1930, Page 70
€4
M 0 R G U N N
nevals“-búningum. Síðar, er hún leit við, var maðurinn
íarinn. Viku síðar kom frú Tweedale á dansleik og
hitti þar prins Valori, sem strax gaf sig á tal við hana.
Með honum var nú þessi brúnklæddi maður, ,,satýrinn“,
sem hún kallaði hann. Því furðaði hún sig á, að prins-
inn kynti henni ekki þennan fylgdarmann sinn, sem
stóð þó þar mjög nærri og sagði ekki orð. En svo mikið
sem hana langaði til að vita deili á þessum manni, þá
kunni hún ekki við að spyrja um það, svo að hann heyrði.
Seinna fór hún að spyrja ýmsa eftir honum, en eng-
inn kvaðst koma auga á hann þar í þrengslunum. Loks
hitti hún þar pólska prinsessu, sem var með á nótun-
um. Hana furðaði ekki á því, þótt fáir sæju þennan brún-
klædda, mann, því að það væri ekki menskur maður,
heldur eins konar fylgja, sem væri í för með prins Valori.
— Sagði hún, að prinsinn hefði komist í tæri við eins
konar særingamenn og djöfladýrkendur, sem væru víða
í Frakklandi, og þeir, sem tækju ])átt í þessu athæfi,
fengju hver sína fylgju. Síðar spurði Mrs. Tweedale
prins Valori um þessa fylgju hans, en hann varð fár
við og varðist allra nánari frétta, en lét orð falla í þá átt,
að hann væri ekki sá eini, sem væri slíku óláni ofurseldur.
Einkennilega sögu segir höf. eftir hertogafrú einni.
Hún hafði verið á ferð í Grikklandi með manni sín-
um. Þau höfðu eitt kvöld gengið frá gististaðnum í
glaða tunglsljósi út í fjallshlíð eina. Þau settust niður
um stund til þess að njóta hinnar einkennilegu nátt-
úrufegurðar. Heyrðu þau þá alt í einu heilmikinn hófa-
dyn, sem færðist nær. Var engu líkara en að þar kæmi
þeyisandi heil riddarasveit. Þau stóðu upp og lituðust
um, og sáu þar koma flokk af einkennilegum skepnum
á harða stökki. Þegar hópurinn fór fram hjá þeim, sáu
þau, að þetta voru menn að framan en hestar að aft-
an, eða með öðrum orðum ,,kentárar“, sem getið er oft
um í goðafræði Grikkja. Þessi flokkur þaut framhjá
með mikilli háreysti og glaðværð, og höfðu hertoga-