Morgunn - 01.06.1930, Page 76
70
MORGUNN
Þegar Mrs. Tweedale stendur eitt kvöld við gluggann
og athugar fólksf jöldann, sem á knjánum færist hægt og
hægt upp eftir veginum, sýnist henni einhver hreyfing
vera í loftinu uppi yfir fólkinu. Þegar hún fer að athuga
þetta nánar, sér hún að þetta er engilmynd, sem líður
yfir dalverpið við hliðina á hæðinni og inn yfir bæinn.
Hún hyggur að myndin hafi verið sýnileg um 3 mínútur,
en síðan hvarf hún í rökkurmóðu. Segir höf. að þessi
vera hafi verið ímynd allrar göfgi og fegurðar, og hafi
sér fundist að hún standa í nánu sambandi við bænar-
ástand það, sem ríkjandi var meðal pílagrímanna og í
sjálfum bænum. — Ýmsar tilgátur geta nú myndast um
eðli þessarar sýnar. Sumir munu segja, að þetta hafi að-
eins verið hugarburður Mrs. Tweedale. Dulspekingar
mundu segja, að engilmyndin muni hafa getað skapast af
samstiltri hugsun fólksins, en kaþólskir menn mundu vænt-
anlega segja, að ]>arna hafi verið á ferð virkilegur engill.
Einkennilega sögu segir Mrs. Tweedale eftir ein-
hverjum hátt settum kirkjunnar manni, sem aldrei vill
láta nafns síns getið. Kveðst hann einu sinni hafa verið
á gangi með aldraðri móður sinni niðri við sjávarströndina
undir sólarlag í góðu veðri. Fjöruborðið, sem sjórinn fór
yfir daglega, var mjög breitt og l>akið fínum sandi. Af
því að nú var fjara, var á annan kílómeter út að sjávar-
borðinu, og af því að þeim var vel kunnugt um sjávar-
föllin, gengu þau langt út á sandinn, þar sem ekki var
vitanlegt að nokkur maður eða skepna stigi nokkurn tíma
fæti sínum. — Þegar þau voru komin all-langt út á sand-
inn, sjá þau alt í einu spor eftir beran mannsfót, og við
nánari aðgæzlu sjá þau að slóð af samskonar sporum ligg-
ur Jjaðan og beint út í sjóinn. En það var tvent merkilegt
við þessa slóð. Annað var það, að hún byrjaði þarna þar
sem ]>au stóðu, eins og maðurinn hefði komið ofan úr
loftinu. Hitt var ]>að, að sporin voru öll eftir vinstri fót,
en ekkert eftir þann hægri. Og yfirleitt sást ekkert ann-
að merki í sandinum, hvorki eftir staf eða hækju eða