Morgunn - 01.06.1930, Side 92
86
M 0 R GUNN
mína, varð eg alt í einu svo einkennileg, að eg er knúð
til að leggja vinnu mína frá mér, og mér finst einhver
vera hjá mér. Eg sé þó engan. En mér finst nákvæm
rannsókn fara fram á öllum líkama mínum, eins og
gerð af lækni, og eg er öðru hvoru knúð til að segja
ýmist já eða nei. Mér fanst eg vera að svara spurning-
um, sem eg skynjaði ekki, hverjar voru. Þannig gekk
þetta í tvö kvöld. En þriðja kvöldið, þegar eg er hátt-
uð og ætlaði að fara að sofa, veit eg ekkert fyrri til en
líkami minn nötraði allur, og eg tek til að gera líkams-
æfingar, sem eg alls ekki kunni, og hafði aldrei gert
áður. Maðurinn minn vaknar við þetta, og spyr mig,
hvort eg sé orðin veik. Eg get með naumindum svarað:
,,nei, vertu ekki hræddur, það er víst læknir hjá mér“.
Maðurinn minn fer niður og kveikir ljós, og horfir svo
forviða á þessar aðfarir, sem stóðu yfir í réttan klukku-
tíma. Meðan á þessu stóð, vissi eg af öllu í kringum mig,
en gat ekkert talað, og við ekkert ráðið. En þegar þessi
áhrif voru liðin hjá, þá segi eg manninum mínum eins
og er, að eg hafi skrifað Margréti, en bréfið sé ófarið
enn. Það greip mig einhvern veginn, að þetta væri Frið-
rik, fyrir milligöngu Lárusar. Þessi áhrif komu nú stöð-
ugt á hverju kvöldi, á sama tíma. Eg var altaf vön að
hafa ljós, á meðan á þessum áhrifum stóð. En það undar-
lega gerðist eitt kvöldið, að þegar áhrifin byrja, þá
deyr ljósið á lampanum alt í einu, og þegar áhrifin eru
liðin hjá, kemur ljósið aftur. En lampinn var fjórtán-
línu olíulampi, sem hékk í miðju lofti, og engin mann-
leg hönd snerti þar við. Eg tók þetta sem bendingu til
mín, að eg ætti ekki að hafa ljós, á meðan á lækninga-
áhrifunum stæði.
Nú fer að koma breyting. Þessi vitsmunavera nefn-
ir sig Friðrik. Eg spyr hann, hvort hann sé huldumaður.
En hann segir: ,,Nei, eg er framliðinn maður, en ekki
huldumaður í þeirri merkingu, sem fólkið heldur“. Svo
segir hann: ,,Eg er ekki eingöngu sendur til að lækna