Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 94
88
M O R G U N N
En guð einn veit, hvað batinn getur orðið mikill, ef
traustið er nóg, og eg gæti boðið fram nógu góð skilyrði,
svo að læknirinn eigi hægra með að hjálpa mér.
Og eg á ekkert orð til, sem mér finst nógu gott til
þess að lýsa þakklæti mínu fyrir alla þá hjálp, sem eg
hefi fengið, frá þessari vitsmunaveru, sem til mín kom,
og hjá mér er fyrir guðs náð.
Samband mitt varð stöðugt gleggra við þessa veru.
En aðrar verur skynjaði eg ekki þá. Það væri í raun og
veru svo ótal margt, sem eg hefði frá þessu sambandi
mínu að segja, en margt af því snertir svo mikið bæði
einkalíf mitt og annara, að eg tel ekki rétt að segja
frá því. —
Frá þeim tíma, sem hann leyfði mér að biðja sig
fyrir sjúklinga, hefi eg stöðugt gert það. Og virðist það
hafa borið árangur með marga. En annars er það allur
fjöldinn af þeim, sem hafa beðið mig um lækningu, sein
ekkert hafa látið mig vita um árangurinn.
Strax eftir að eg fékk sambandið við Friðrik, hætti
eg að fara með glasið. Eg gat komið því af stað, eins og
áður. En Lárus sagði mér með glasinu, að eg mætti þetta
ekki, af því að eg mætti ekki hafa hvorutveggja áhrif-
in í senn. Svo kvaddi hann, og glasið stansaði. Hafi eg
tekið glas síðan, hefir ætíð farið á sömu leið.
Sýnir 1927.
Þegar Mínerva fórst.
Snemma í janúar 1927 lá eg í rúmi mínu, ©g var
lasin; maðurinn minn svaf hjá mér, og mágkona mín
var að svæfa börnin í sama herberginu.
Alt í einu fer eg að finna breytingu á mér — að
eg muni fara að sjá fleira en það, sem í herberginu var;
bið eg þá manninn minn að hjálpa mér til að losna við
það að sjá núna, af því að eg væri þreytt. Hann settist