Morgunn - 01.06.1930, Side 96
90
M0R6UNN
eyjum; voru alt heimamenn á bátnum. Eg þekti engan
þeirra. —
Konan, sem dáið hafði úr krabbameini.
Eg kom til kunningjakonu minnar í Vestmanna-
eyjum; hún bauð mér inn til tengdaföður síns, og tók-
um við tal saman. Eftir nokkrar umræður fór hann að
spila á grammófón, og voru flest lögin sálmalög. Sé
eg þá, hvar tíguleg kona, dökkhærð, smáfeld og mjög
myndarleg, kemur inn og staðnæmist jvinstra megin
við gamla manninn, þar sem hann var að fást við gramm-
ófóninn. Eg sé strax, að það muni vera konan hans, sem
var dáin löngu áður en eg fluttist til Vestmannaeyja-
Eg hafði aldrei séð hana í þessu lífi — mér virtist hún
ánægð og glöð. Eg sá, að hún mundi hafa verið á bezta
aldri, þegar hún fór héðan, og fór að hugsa um, að gaman
væri að fá að sjá, úr hvaða veiki hún hefði dáið. Lætur hún
þá fötin falJa frá sér, og eg sé, að alt lífið er skemt,
og segir hún um leið, að banameinið hafi verið krabba-
mein. —
Eg segi gamla manninum frá þessu, og spyr hann,
hvort þetta sé rétt. Hann segir, að lýsingin standi bók-
staflega heima, og hún hafi dáið úr krabbameini.
Pilturinn á gráa hestinum.
Fyrir nokkru kom eg til kunningjakonu minnar
(hérna í bænum). Hún biður mig að segja sér, hvað eg
sjái hjá sér.
Eg sé hjá henni ungan pilt, sem eg lýsi fyrir henni.
Hún segist varla skilja, að það sé sá piltur, sem sér
detti í hug; þau hafi bæði verið unglingar, þegar hann dó.
Hún tekur þá albúm með myndum; þar sýni eg
henni myndina af þessum manni, sem eg sé hjá henni.
Hún segir, að það sé rétti pilturinn. Hún biður mig að
reyna að ná einhverju frá honum; sýnir hann mér þá
ferðalag, þar sem hann er á einkar fallegum, gráum
J