Morgunn - 01.06.1930, Side 100
94
MORGUNN
Sauðholtsbakka, á þennan sama stað, sem eg sá okk-
ur í sýninni, dettur hesturinn með mig, og eg fer aft-
ur á bak úr söðlinum, og hangi föst á vinstri fæti.
Hesturinn stóð hreyfingarlaus, svo mig sakaði ekki, enda
komu systur mínar mér strax til hjálpar.
Lækningafyrirbrigði.
í fyrra sumar, 1928, sendi til mín maður í Yest-
mannaeyjum, sem eg nefni P. E.; hann þjáðist mjög í
höfðinu og fylgdi því krampi svo mikill, að það þurfti
tvo menn til að halda honum. Hann var búinn að fara
til Reykjavíkur og leita sér þar lækninga og láta taka
mynd af höfðinu á sér, sem sýndi, eftir sögn læknis,
bæði blóð og gröft á heilanum. Læknir lét hann fara
heim eins og hann kom og sagðist ekkert geta fyrir hann
gert, (að sögn P. E.). Þegar hann kom heim, lagðist
hann alveg í rúmið og fór stöðugt versnandi, og hugði eng-
inn honum líf. Nú sendir P. til mín og mælist til, að
eg biðji Friðrik fyrir sig; og er eg svo heppin, að á
meðan boðberinn er hjá mér, get eg náð sambandi við
Friðrik og beðið hann fyrir P. Friðrik segist engar von-
ir geta gefið, en hann skuli gera alt, sem hann geti,
til að hjálpa honum. Það ríði á, að farið sé eftir þeim
ráðleggingum, sem hann gefi síðar, ef alt hepnist. Það
bregður strax við, að P. fer að líða betur, hann fékk
eitt vægt krampakast eftir að eg bað fyrir hann, og
hann segir, þegar hann vaknar af því kasti, að þetta
sé það síðasta, sem hann fái — hann fann svo mikið
nálægð Friðriks á meðan á kastinu stóð, og fanst hann
geta talað við hann. Eftir þetta fór Friðrik að senda P-
ráðleggingar í gegnum mig og sagði, að það yrði að
reyna að vinna með sér, svo að hann gæti hjálpað. —
Og nú fór að ganga bæði blóð og gröftur fram úr nefi
og augum á P., svo mikið, að hann var nær blindur af
greftri í þrjá daga. Eftir þann tíma fer batinn hröðum
skrefum, svo að P. komst á fætur og fór að vinna eftir