Morgunn - 01.06.1930, Síða 124
118
M O R G U N N
hafði þekt stúlkuna vel, og haft mætur á henni, og féll
henni ])að þungt, er hún frétti lát hennar. Á einni af
ferðum sínum, skömmu eftir dauða stúlkunnar, fanst frú
Larsen eins og hún vera dregin af miklu afli í áttina að
húsi því, er þessi stúlka hafði átt heima í. Er hún kom
að húsinu, fór hún þangað inn, upp stigann og inn í
herbergið, sem verið hafði svefnherbergi stú’.kunnar. Sér
hún hana þ'á undir cins, þar sem hún lá á legubekk í
herberginu. Stúlkan leit á hana og virtist þekkja hana,
en gaf sig samt ekki að öðru leyti að henni. Frú Larsen
varð þess fljótt vís, að hún var mjög niðurbeygð og
sorgbitin. Hún fór þá til hennar, og fór að spyrja hana
um, hvernig á því stæði, að hún væri svona hrygg í huga.
Þegar stúlkan loks gat sagt henni frá því, sagði hún,
að hún væri rétt í þessu að komast að raun um, að hún
væri dáin. Og um leið rann upp fyrir henni það, sem hafði
haft svona mikil áhrif á hana, sem sé, að lífið i öðrum
heimi væri alls ekki líkt ])ví, sem hún hafði búist við,
eða hafði trúað að það væri. Auk þess hafði hún ])egar
orðið vör við það, bæði fyrir eigin reynslu, og af ])ví,
sem hún hafði lært af öðrum framliðnum mönnum, sem
þroskaðri voru, og hún hafði um það spurt, að hún væri
illa undir ]>að búin, að fást við ]>au viðfangsefni, sem
biðu hennar í ])essu lífi. Hún fann það, að einmitt þeir
hæfileikar hennar, sem mestu varðaði fyrir framfarir sál-
arinnar, voru minst þroskaðir hjá henni.
Hún fann einnig, að nú stóð hún alveg ein, og átti
að fara að lifa lífi, sem var svo strang-raunverulegt, að
hver og einn beinlínis bar utan á sér, svo allir sáu, ná-
kvæmlega hvernig andlegu hæfileikunum væri háttað, ]>ví
að um það báru litirnir, sem frá henni streymdu, vitni.
Ofan á alt ]>etta, sagðist hún nú líka geta séð, að allir
vinir hennar á jörðinni hefðu verið henni óeinlægir.
Þeir hefðu enga góða hugsun sent henni, eftir að hún
fór frá þeim, og í beiskju sinni álasaði hún þeim að
nokkru leyti fyrir ])að, hvernig ástand hennar væri, og