Morgunn - 01.06.1930, Síða 130
124
MOKGUNN
um, sem fullir eru af yndislegum blómum. Búningarnir
eru þar ekki lengur eins og á jörðinni, og ljósblik þeirra,
sem eiga þarna heima, er bjart og í mörgum fögrum
litum. —
Þriðja sviðinu segir hún að sé erfitt að lýsa, svo full-
nægjandi sé, með þeim orðum, sem vér eigum yfir að
ráða. Þeir, sem |>ar dvelja, eru orðnir ákaflega fullkomn-
ir, enda komast ekki aðrir þangað, en þeir, sem náð hafa
vissu, mjög háu, fullkomnunarstigi. Á þessu sviði eru
heimkynni barnanna, sem deyja áður en þau hafa náð
nokkrum þroska á jörðinni. Segir hún, að öll lítil börn
flytjist þegar í stað á þriðja sviðið, og þau haldi þar á-
fram að þroskast og vaxa, bæði andlega og líkamlega.
Ánægjulegustu endurminningar sínar kveðst frú Larsen
eiga frá veru sinni með börnunum í andaheiminum.
Þarna búa ]>eir, sem leyst hafa þann mikla vanda,
sem enn á svo langt í land að verða að veruleika á jörð-
inni, sem sé alment bræðralag allra. Umhyggjan fyrir
annara velferð er ]>ar komin i fullkomnunarástand, ])VÍ
menn hafa þar gert sér Ijóst, að velferð eins ])eirra er
jafnan og á að vera velferð ]>eirra allra. Þar er enginn
lengur í vafa um fullkomið réttlæti tilverunnar, og ])að
er frá þessu sviði, sem flestir leiðbeinendur og hjálpend-
ur koma til þeirra staða á lægri sviðunum, sem ])örfin er
fyrir hjálp ])eirra, og hennar er óskað.
Það, sem hér hefir verið sagt frá, er lítilsháttar sýn-
ishorn af ])eim frásögnum, sem þessi bók hefir inni að
halda. Mér finst óhætt að gera ráð fyrir, að það sem frá
er skýrt, muni í aðalatriðum vera rétt, enda kemur flest
af því vel heim við ]>ær frásagnir, sem fengist hafa í
gegnum miðla. Gæti ýmislegt af ])essu gefið tilefni til
margskonar hugleiðinga, en til ])ess er ekki tækifæri nú.
Það, sem meðal annars virðist mega álykta af þessum
frásögnum, er hve lífið í öðrum heimi virðist vera í beinu
áframhaldi af lífinu hérna megin. En ])ó þannig, að svo
virðist sem matið á mörgum hlutum snúist alveg við,