Morgunn - 01.06.1930, Síða 148
142
M 0 R G U N N
Frú Tweedale Mér dettur í hug að minnast hér á enn
sannfærðist um eitt miðilsfyrirbrigði, af því að það er
flutnings-fyrir- svo fágætt, hvernig það kemur. — Mrs.
brigði. Tweedale, sú er hr. Halldór Jónasson skýr-
ir frá í erindi því, sem prentað er hér í heftinu, er sögu-
maður. Hún hafði sótt 29 tilraunafundi, áður en hún
sannfærðist um fyrirbrigðin. Sumir fundirnir höfðu ver-
ið nærri því sannfærandi, en alt af hafði verið um eitt-
hvað að tefla, sem olli því, að hún taldi sig ekki hafa
gengið algerlega úr skugga um, að hún væri engum brögð-
um beitt. En á 30. fundinum sannfærðist hún.
Hún fór einn sumardagsmorgun að finna gamlan
mann í London. Henni var vísað inn í lítið, sólríkt her-
bergi á 1. lofti. Þar var hvorki gólfdúkur né gluggatjöld,
né gluggablæjur, og það vissi fram að strætinu. Hús-
búnaður var óvandað, dúklaust furuborð, í miðju her-
berginu, og átta óvandaðir furustólar, sem raðað var
fram með veggjunum. Ekkert var í herberginu til prýði,
jafnvel ekki klukka. Og Mrs. Tweedale var í fyrstu ein
]>arna inni.
Bráðlega kom inn gamall maður. Hann var alveg eins
og fólk er flest, og hann spurði kurteislega, hvers frúin
óskaði. Hún kvað sér hafa skilist svo, sem hann hefði sál-
ræna hæfileika, og sig langaði til að sjá einhver merki
]>eirra. Hann svaraði brosandi, að hann tæki 2 shillings
og sex pence fyrir stundarfjórðunginn; hún skyldi segja
til, hvert fyrirbrigði hún óskaði að fá, og þá skyldi hann
gera það, sem hann gæti. Hún komst í fyrstu í ráða-
leysi og leit kringum sig á nakta veggina, til þess að
láta sér detta eitthvað í hug. Þár var ekki svo mikið
sem nokkur Ijósmynd. Þá kom alt í einu hugsun, sem
hún kannast við, að hafi verið fremur bjánaleg. Hún bað
hann um að láta þá fjóra stólana, sem voru beint á móti
henni, flytjast yfir gólfið og upp á borðið. Karlinn dró
þá sinn stól fast að stólnum, sem hún sat á, og bað hana
að rétta sér höndina. Hún tók af sér hanzkann og gerði