Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Side 57

Frjáls verslun - 01.02.2001, Side 57
VIÐTAL VIÐ JÓNflS R. JÓNSSON íslensk verkefni erlendis eiga núna allan hug Jónasar. „Ég hef verið að vinna fyrir Pétur og Pál í útlöndum. Nú langar mig að líta mér nær og vonandi að gera gagn fyrir landa mína.“ vinnuveitanda sem bauð honum toppstöðu hjá Filmnet sjón- varpsstöðinni sem var með höfuðstöðvar sínar í Amsterdam. Honum leist vel á fyrirtækið og samstarfsmennina svo hálf- um mánuði síðar var hann fluttur til Hollands, þar sem hann bjó í ár. En vinnan var mest í London, því helstu viðskiptavin- irnir höfðu skrifstofur þar, svo þangað flutti hann. „Það voru einfaldlega engir möguleikar heima í mínum bransa svo í mínum huga var engin spurning um að fara út. Helga varð eftir heima og næstu sex árin „flugumst við á“ um helgar, hittumst hér i London eða ég fór heim. Ég ferðaðist mikið. I átján mánuði var ég að vinna verkefni á Italíu, bjó þá í Mílanó, en þá hittumst við Helga áfram um helgar í London.“ Þótt margir búi nú við þennan lífsstíl er ekki langt síðan hann var óhugsandi. Jónas segir að maður læri óneitanlega ýmislegt á því að lifa lífinu að hluta aðskilinn frá maka. „Mað- ur áttar sig á því að það er einskis virði að þrasa um það sem skiptir ekki máli. Að vissu leyti verður sambandið eins og stöðugir hveitibrauðsdagar. En það er líka líkamlega lýjandi að vera alltaf á ferðinni og maður fer að sakna eðlilegra sam- skipta í miðri viku.“ Jónas ferðast nú minna en áður og Helga flutti út til London í fyrrahaust. Hún er arkitekt, vinnur að verkefnum á Islandi, og vann, ásamt tveimur félögum sínum, menningar- verðlaun DV nýlega fyrir safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Þrátt fyrir álagið segir Jónas hlæjandi að hann hafi fengið ákveðið „kikk“ út úr því að hafa stóran markað undir og vera á stöðugum hlaupum út á flugvöll. „Núna er þetta stundum dálitið rólegt hjá mér.“ Óskaverkefní á ítaliu Vinnan, sem upphaflega dró Jónas til útlanda, var hjá svissneska eignarhaldsfyrirtækinu Nethold, sem átti meðal annars Filmnet sjónvarpsstöðina, sem var með höfuðstöðvar í Amsterdam, Cartier, Dunhill, Mont Blanc og mörg önnur fyrirtæki sem framleiða munaðarvörur. Þetta var í frumbernsku stafrænna útsendinga. Jónas sá um að koma nýjum sjónvarpsrásum inn á markaðinn, byggja upp fjölrásapakka og finna rásir, sem hægt var að staðfæra. Jónasi bauðst síðar verkefni á Ítalíu, sem var algjört óska- verkefni og sem Jónas fékk að velja sér úr fleiri mögulegum. Hann bjó í Mílanó og hafði því tækifæri til að kynnast landi og þjóð. „Verkefnið fólst í að semja við aðila eins og MTV, CNN og Disney um að búa til ítalskar rásir, til dæmis ítalska Disn- ey rás. Rásin átti svo að uppfylla ákveðin skilyrði um gæði og efni og samningagerðin var því löng og flókin, enda samning- urinn upp á 600 milljónir dollara. Hann var algjörlega á mína ábyrgð og hefur gengið vel fyrir báða aðila.“ „Telepiu á Italíu var fyrsta stafræna áskrifendasjónvarpið í Evrópu," segir Jónas. „Verkefnið var að koma saman nógu mörgum rásum til að geta boðið áskrifendum upp á svo spennandi tjölrásasjónvarp að þeir settu upp gervihnattadisk og gerðust áskrifendur. Við höfðum skoðað markaðinn, staf- ræna tæknin var þá í fæðingu og sáum að með henni væri hægt að dreifa miklu fleiri stöðvum en áður. Það mátti búast við að því ljölbreyttara sem efnið væri, því fleiri áskrifendur vildu það. Ég sá um innihald og verðlagningu pakkans, svo vinnan snerist um þróun viðskiptahugmyndar frá framleið- anda til notenda. Vinnan snerist því mest um að semja - og þá gildir að kunna að spila samningaleikinn,“ segir Jónas með lævíst bros á vör. Sinn er samningasiður í hverju landi Samningar og samn- ingasiðir eru umræðuefni sem Jónasi er greinilega hugleikið, því hann kætist allur af tilhugsuninni og er meira en fús að ræða hvað þurfi til í samningaleikinn, eins og hann kallar hann. „Það gildir að vita hvenær hægt sé að sækja, hvenær sé best að bíða og þá líka hvenær sé best að mæta. Á maður að koma á slaginu á fundinn, fimm mínútum of snemma, fimm mínútum of seint eða jafnvel tuttugu mínútum of seint? Og hvenær á maður að aflýsa fundi? Hvaða skilaboð felast í því? Maður getur búið sér til stöðu með því að aflýsa fundi. í Skandinavíu er sjálfsagt að hringja ef maður sér fram á að koma fimm mínútum of seint. Á Ítalíu er ekkert tiltökumál að vera tuttugu mínútum of seinn. Ef þú kýst að gera viðskipti yfir málsverði, sem er mjög góð aðferð til að ná árangri því þá færðu viðsemjandann út úr sínu venjulega umhverfi í 1-2 klukkustundir, þá kynnist þið betur og getið þar af leiðandi fengið miklu áorkað. Svo gildir að finna rétta matstaðinn til að hittast. Það er mikilvægara að það sé rétti staðurinn fremur en aðeins sá dýri og flotti og sinn er siðurinn í hverju landi: I City í London sér maður breska kaupsýslumenn drekka nokkrar rauðvínsflöskur með hádegismatnum og það þykir 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.