Frjáls verslun - 01.02.2001, Qupperneq 77
ARI SKÚLASON í YFIRHEYRSLU
„Þar er augljóst að ASÍ hefur ekki sama styrkinn og það hafði fyrir nokkrum
árum. Það hafði miklu sterkari rödd um það leyti sem ég hóf þar störf.“
mánuðina. Mörgum forystumanna verkalýðshreyfingarmnar
þykir ekki tiltökumál að vera ómyrkir í skömmum gagnvart
starfsmönnum sínum og hugsa kannski ekki málið til enda, að
það séu aðrir sem þurfi að þola ummælin en sá sem þeim er
beint að. Á síðustu mánuðum hef ég svo séð nýjar hliðar á
mönnum og hef lært að meta þá með öðrum hætti en áður.
Þetta þýðir einnig að líf mitt hefur - ef svo má að orði komast -
sorterast upp og ég horfi á margt öðruvísi en ég gerði áður. Eg
sé þó ekki eftir þessum tíma og er sáttur við að hafa hætt störf-
um fýrir verkalýðshreyfinguna á eigin forsendum nú, farið í
gott og mjög spennandi starf þar sem mér er treyst og fólk
kann að meta það sem ég hef fram að færa.“
Hvert er nýja starfið í hnotskurn?
„Eg er að fara til Mvaka sem er atvinnuþróunarfyrirtæki í eigu
borgarinnar. Hugmyndin er sú að Mvaki verði einskonar andlit
borgarinnar út á við, bæði gagnvart útlöndum og eins inn á við,
gagnvart íslensku atvinnulífi og stofnunum borgarinnar. Reykja-
vík er í samkeppni við aðrar höfuðborgir en það er staðreynd
sem oft vill gleymast hér á landi þar sem svo oft er einblínt á
samhengið á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar. I al-
þjóðlegu tilliti skiptir miklu máli hvert atvinnutækifæri, ferða-
mannastraumur, ráðstefnur og annað þess háttar fer og ég held,
að það að höfuðborgin standi sig, skipti heilmiklu máli. I Dan-
mörku er t.d. lögð mikil áhersla á að Kaupmannahöfn standi sig
vel og sé samkeppnishæf því þar er skilningur á því að ef höfuð-
borgin stendur sig vel, standi aðrir hlutar landsins sig vel líka.
Eg hef verið að vinna í atvinnumálum og ýmsum málaflokkum
sem þessu tengjast í gegnum árin og hef einnig öðlast mjög mikla
reynslu í samskiptum og í því að vinna erlendis. Eg hef verið í for-
ystu í ýmsu alþjóðlegu starfi, verið mjög virkur í því, og ég vona
að þessi reynsla min nýtist mínum nýju atvinnurekendum vel.
Ætlunin er að vinna innan Mvaka í lítilli en samþjappaðri
einingu, 4-5 manna, og ég hef alltaf borið gæfu til að geta unnið
í hóp. Þarna er mjög margt spennandi á prjónunum. Ein af
áherslunum sem á t.d. að skoða er menning sem atvinnustarf-
semi. Við höfum þannig séð síðustu árin að menningin hefur
blómstrað hér í Reykjavík með einstæðum hætti. Eitt af því er
t.d. að einkarekin leikhús virðast ganga vel og ég sé í öllu
þessu afskaplega mikla möguleika fyrir Reykjavík sem borg.
Bæði til að laða að ferðamenn og svo menningu annars staðar
frá. „Small is beautiful“, sagði merkur hagfræðingur eitt sinn
og við höfum alla möguleika til að nota okkur það.“ 33
Tíminn er ekki afstæður
Tíma- og viðverukerfi Hugar
jSýnir viðveru og fjarveru starfsmanna svo sem orlof og veikindi
(Reiknar nákvæmlega vinnutíma skv. skilgreindum reiknireglum
<nýr yfir öflugri vaktaskráningu og fjölbreyttri skýrslugerð
(Getur skilað gögnum til flestra launakerfa
(Öflugt tæki til að skrá verkþætti og fylgjast með launakostnaði
(Þrautreynt hjá hundruðum fyrirtækja og stofnana
H U G U R
www.hugur.is “S 540 3000
77