Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Qupperneq 79

Frjáls verslun - 01.02.2001, Qupperneq 79
STJÓRNUN ÁRflNGUR FÓLKS í STflRFI Tilfinningagreind fólks að hraka Ein af helstu ástæðum þess að Daníel Goleman skrifaðl bókina Tilfinningagreind var að benda á að tilfinningagreind virðist vera að hraka. Okkur gengur erfiðar í dag að stjórna sjáifum okkur en fyrir nokkrum áratugum síðan. stoða hina og eru fúsir til að deila lausnum og hugmyndum með öðrum. Rannsóknir á framúrskarandi sölumönnum hjá Fortune 500 fyrirtækjum eins og AT&T, IBM og PepsiCo. sýna að bestu 10% sölumannanna skila að meðaltali 6.7 millj- ónum dollara hver á móti 3 milljónum dollara meðalsölu- manna. Hvað er tílfinninyayreind? Tilfinningagreind er geta til að greina eigin tilfinningar og annarra ásamt getu til að hvetja sjálfan sig og stjórna eigin tilfinningum og samskiptum við annað fólk. Goleman tekur fyrir ijóra flokka tilfinningagreind- ar (sjá ramma) sem skýra framúrskarandi árangur í starfi. I fyrsta flokknum eru sjálfsmeðvitundarþættir: Tilfinningaleg meðvitund, nákvæmt sjálfsmat og sjálfstraust. I öðrum flokknum eru sjálfsstjórnarþættir, sem gera okk- ur kleift að hvetja sjálf okkur áfram og stjórna því sem við greinum hjá sjálfum okkur. Þeir eru: Sjálfssfyrkur, trúverðug- leiki, samviskusemi, aðlögunarhæfni, árangursþörf og frum- kvæði. I þriðja flokknum eru atriði sem lúta að félagslegri meðvit- und, þ.e. að skilja og geta lesið annað fólk og samskipti. Þeir eru: Samkennd, skipulagsleg meðvitund og þjónustuvilji. I ijórða flokknum er félagsleg færni, sem gerir okkur kleift að hafa áhrif á og vinna með öðrum á árangursríkan hátt. Þættir í þessum flokki eru: Þróun annarra, leiðtoga- hæfileikar, áhrif, sam- skipti, breytingastjórn- un, ágreiningsstjórnun, að mynda tengsl og samvinna. Að þeldtja og skilja sjálfan sig Fyrsti hornsteinn tilfinninga- greindar er sjálfsmeð- vitund en hún lýtur að getu til að greina og skilja eigin tilfinning- ar, skap og hvatir ásamt áhrifum á aðra. Fólk með mikla sjálfsmeðvit- und hefur djúpan skilning á sjálfu sér, styrkleikum, veik- leikum, þörfum og hvötum. Það veit hvaða áhrif tilfinningar hafa á eigin frammi- stöðu. Þessir einstaklingar vita t.d. hvernig þeir bregðast við þegar þeir mæta óundirbúnir á erfiðan fund og fá á sig snún- ar spurningar. Þeir geta lesið sjálfa sig og taka t.d. eftir því þegar þeir verða reiðir eða sárir. Þeir sem ekki eru meðvitað- ir um eigið tilfinningalegt ástand, eins og t.d. pirring og reiði, eru ekki líklegir til að geta stjórnað því. Sjálfsmeðvitund varðar einnig skilning á mikilvægum gild- um og markmiðum. Einstaklingar með mikla sjálfsmeðvitund eru t.d. líklegir til að hafna starfi þar sem búast má við spennu milli mikilvægra persónulegra gilda eins og réttlætis og heiðarleika. Annað, sem einkennir þá, er að þeir geta rætt um sjálfa sig og eigin tilfinningar á nákvæman hátt sem og áhrif þeirra á eigin frammistöðu. Þeir viðurkenna mistök auð- veldlega og eru opnir gagnvart vel meintri endurgjöf. Að geta Stjórnað Sjálfum sér Annar hornsteinn tilfinninga- greindar er sjálfsstjórn eða stjórnun á tilfinningum og hvöt- um sem við finnum fyrir og erum meðvituð um (sjálfsmeðvit- und). Fólk með litla sjálfsstjórn er líklegt til að missa stjórn á sjálfu sér, oft með ófyrirséðum afleiðingum. Sjáum til dæmis fyrir okkur flugstjóra sem fer í fýlu, stjórnmálamann sem í reiðikasti segir hluti sem alls ekki eru viðunandi eða lög- reglumann sem missir stjórn á sér við handtöku. Rannsóknir á umferðarlögreglumönnum í New York benda til að sjálfs- stjórn sé það sem greini að framúrskarandi umferðarlög- reglumenn frá hinum. Þeir fyrstnefndu hafa róandi áhrif á aðra, geta haldið aftur af hvatvísum eigin viðbrögðum og lenda þar af leiðandi sjaldnar í aðstæðum þar sem allt fer úr böndunum. p, Tilfinningaleg sjálfsmeðvitund er nauðsynleg for- senda hinna þriggja þáttanna. I dæmi lögreglu- þjónsins hér á undan myndi lögregluþjónn með mikla sjálfsmeðvit- und geta lesið sitt innra ástand (reiði). Ef hann býr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.