Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Síða 101

Frjáls verslun - 01.02.2001, Síða 101
AÐ FflNGfl ATHYGLINfl einn verði að fmna þá leið sem honum hentar. Sem dæmi um slíkt nefnir hún Völu Flosadóttur sem tautaði „ég get, ég get, ég get...“ áður en hún stökk á Olympíuleikunum. Við flutning erindis er mikilvægt að hafa sterkan inngang, kynna sjálf- an sig strax í upphafi á stuttan en skil- merkilegan hátt, segja frá umfjöllun- arefninu og greina frá uppbyggingu erindisins. Einnig er mikilvægt að fanga athyglina strax í upphafi og halda henni fanginni, t.d. með því að varpa fram vandamáli sem áheyrend- ur gætu kannast við, taka dæmisögu eða segja sögu úr eigin lífi. Vera vinalegur og brosa Hún hvetur fyrirlesara einnig til að líta í eigin barm og skoða líkamstjáningu sína. Til að skapa samkennd með sjálfum sér og hópnum getur ræðumaðurinn t.d. talað um hópinn sem heild, frem- ur en sjálfan sig og áheyrendur. í því augnamiði getur hann notað orð eins og „we, all of us, ours“. Augnsam- bandið skiptir miklu máli og sömu- leiðis að viðkomandi sé opinn, vina- legur og brosandi. „Raddbeitingin er kafli út af fyrir sig. í einkaþjálfuninni tökum við fyrir hvernig viðkomandi notar röddina á ensku, t.d. tónfallið, talhraðann, styrk raddarinnar og notkun þagna. Það skiptir miklu máli að óttast ekki þögn- ina heldur að nýta sér hana. Þegar fólk er stressað og þarf að halda ræðu fyrir framan hóp þá óttast það stund- um að missa athygli áheyrenda ef það gerir hlé á máli sínu. En það er í raun- inni þveröfugt sem gerist. Þögnin er mikilvæg. Athyglin hverfur ef ræðu- maðurinn stoppar ekki heldur flytur mál sitt í belg og biðu,“ segir Alda. Hún hvetur nemendur sína til að taka erindið alltaf saman í tvær setning- ar í lokin og flytja sem lokaorð, hafa síð- an stutta þögn og þakka svo fyrir sig. Þetta segir hún að sé gífurlega sterkt. „Það sama gildir þegar maður vill leggja áherslu á mál sitt, þá getur mað- ur notað þögn fyrir og eftir,“ segir hún. Ó, spurningarnar... Margir telja sig komast ágætlega frá ræðuflutningi á ensku en óttast spurningar í lokin, að fá kannski óvæntar spurningar, sem erfitt er að svara, fá óvin- samlega spurningu frá óvinveittum spyrjanda, gagnrýni eða óvægna spurningu og að segja tóma vitleysu í svari sínu. Alda kveðst undirbúa nemendur sína sérstaklega fyrir spurningarnar. „Það tekur tíma að tileinka sér þetta en það er hægt að kenna fólki að taka spurningum og svara þeim. Fyrsta skrefið er auðvitað að vera meðvitaður og geta t.d. greint hvers eðlis spurningin er og að læra svör eða athuga- semdir sem eiga við í hvert sinn,“ segir hún og kveðst hafa heillast af ræðutækni á ensku „vegna þess að tæknin er í raun og veru mjög einföld en getur skipt sköpum ef maður tileinkar sér hana,“ segir Alda. IMokkur ráð við undirbúninginn 1 Hafa skýrt markmið með erindinu. 2 Þekkja áheyrendur og vita hver samsetningin er, t.d. aldur, menntun, menningarheimur. 3 Hafa skýra uppbyggingu. Taka fyrir 3-4 lykilatriði. 4 Hafa skýrar glærur með vönduðum texta. Myndræn hönnun er mikilvæg. S Andlegur undirbúningur. IMokkur ráð við flutninginn 1 Hafa sterkan inngang með skýrri kynningu á sjálfum sér og erindinu. 2 Fanga athyglina strax, t.d. með dæmisögu. 3 Líkamstjáningin. 4 Samkennd meðal áheyrenda. Nota tungumálið, augnsamband og fas til að ná til áheyrenda. 5 Raddbeiting; Nýta sér þagnir, raddstyrk o.s.frv. G Lokaorð. Taka kjarna málsins saman í tveimur setningum í lokin. - Hvernig hom það annars til að bú byrjaðir að henna þetta? „Eg starfaði sem blaðamaður, bæði við textagerð og þýðingar. Fyrir tveimur til þremur árum fór ég að fá fleiri erindi til þýð- ingar og oft fannst mér þau ekki nógu vel fallin til flutnings, bæði varðandi uppbyggingu og málfar. I raun var fólk í mörgum tilfellum aðeins að flytja skýrsl- ur. A þessum tíma kenndi ég ensku við Viðskipta- og tölvu- skólann. Fólk í viðskiptalífinu vissi af mér sem kennara þar og kom til mín og það mig um hjálp við að undirbúa sig fyrir erindi og fyrirlestra. Tækni af þessu tagi er viðurkennd er- lendis og þar starfa fyrirtæki við að kenna hana. Mér fannst slíkt fyrirtæki vanta hér heima svo að ég fór til Bretlands í sumar sem leið og fékk löggild- ingu þannig að ég hef hlotið þjálfun í þessu,“ svarar hún. Alda á eina dóttur, Aldísi Hamilton, sem er 9 ára. Hún er í sambúð með Erlingi Páli Ingv- arssyni, myndlistarmanni og hönnuði hjá Iceland Review, og á hann þrjú þörn. Ahugamálin? Alda hleypur annan hvern dag og fylgist vel með fréttum inn- anlands og utan, hún hefur einnig áhuga á kvikmyndum og bókum auk þess sem fyrirtækið tekur mestan tíma.SH 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.