Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 49
DULSKYNJANIK
47
starfsfólk við að lesa bréf og svara þeim. Mörg þeirra eru
þannig, að starfsfólkið getur svarað þeim jafnóðum. En önn-
ur, sem þarfnast sérstakrar athugunar, eru fengin Edwards
sjálfum til meðferðar. Hann notar talvél, þegar hann svarar
þeim.
Til þess að gefa ykkur rétta hugmynd um hvert starf hér
er unnið má geta þess, að fast starfsfólk er yfir 80 manns. Sex
eða sjö manneskjur eru allan morguninn önnum kafnar við
það eitt að lesa bréfin-
Svo fullkomin er skipulagning starfsins, að oftast er bréf-
unum svarað innan tveggja daga. Flestum bréfunum er brennt
jafnóðum og búið er að svara þeim. Ber einkum tvennt til
þess, að það mundi æra óstöðugan að koma öllum þessum ara-
grúa fyrir í geymslum, og er þó hitt þyngra á metunum, að
mörg þeirra hafa að geyma trúnaðarmál, sem ekki er ætlast
til að aðrir forvitnist um. Þó eru fyrir hendi varanlegar
geymslur fyrír þau bréf, sem þykja sérstaklega merkileg.
Ef valin væru nokkur bréf af handa hófi, væri ekki ósenni-
legt, að þrír fjórðu þeirra væru þakkarbréf fyrir bata, sem
fjarstaddir sjúklingar hafa hlotið. Þannig varð a. m. k. út-
koman þegar einn af vinum Edwards fékk leyfi til þess, svona
til gamans. Edwards tekur ekki, fremur en aðrir huglæknar
neina greiðslu fyrir störf sín. Hins vegar veitir hann viðtöku
frjálsum gjöfum og framlögum til reksturs stofnunarinnar-
Fyrrnefndur vinur Edwards valdi eitt sinn 20 bréf af handa-
hófi úr hrúgunni. 1 þeim voru peningar og ávísanir, samtals
tæplega tvö ensk pund eða tæpar 700 kr. ísl.
Á lækningafundina, sem haldnir eru á mánudags- þriðju-
dags- og fimmtudagskvöldum, koma um það bil 15 sjúklingar.
Þeir eru valdir úr hópnum af skrifstofustúlku, sem hefur langa
reynzlu i því að sjá, hverjum er brýnust þörf á að hjálpa.
Venjulega verða menn að bíða 4—6 vikur áður en röðin kemur
að þeim. En hverjum sem þangað leitar er fenginn aðgöngu-
miði, þar sem skráður er dagur og stund, þegar hann á að
mæta.
Þetta starf er einnig afburðavel skipulagt. Sérstakur vagn