Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 68
66
MORGUNN
Mikilvægi þessarar bráðskemmtilegu bókar liggur ekki ein-
ungis í því, að höfundur býr yfir óveujulegum sálrænum
hæfileikum, sem hafa haft umbyltandi áhrif á líf hans og
hugsunarhátt, heldur er hann vitmaður, sem dregur réttar
ályktanir af því sem hann verður var við og kynnist. Þannig
segir hann til dæmis: „Við erum það sem við hugsum. Hugs-
unin lýtur mikilvægu lögmáli. Líkur sækir líkan heim, eða
sækjast sér um líkir. Þannig leitar kærleikurinn kærleikans
og hatrið hatursins“.
Hér orðar hann grundvailarlögmálið, sem ræður líðan okk-
ar í næsta lífi. í þessum heimi tekst að vísu um stund að
leyna hugarfari sínu með aðstoð hræsninnar, en það er ekki
hægt í þeim heimi, sem við dveljumst í eftir svokallaðan
dauða, því þar er ókleift að leyna lengur hugsunum sínum
og þar dylst því engum hver maður er og innan um hverja
maður á heima. Þannig er maðurinn með hugsunum símun
og athöfnum sinnar eigin gæfu smiður. Eða „eins og maður-
inn sáir, svo mun hann og uppskera“.
Höfundi bókarinnar DULARMÖGN HUGANS nægir ekki
að njóta þeirra miklu hæfileika sem hann býr yfir. Hann vill
deila þeim með okkur lesendum sínum og hefur trú á því, að
við getum einnig haft persónulegt gagn af aðferðum hans og
reynslu. Á einum stað kemst hann svo að orði: „Ef ég segi
ykkur, að þið megið vænta góðs árangurs, svo framarlega sem
þið beitið vissri hugtækni samvizkusamlega, megið þið reiða
ykkur á, að þið munuð þroska hæfni ykkar eins og ég. Sú
aðferð sem ég nota ætti alveg eins að henta ykkur“. Hér er
þvi ekki einungis um að ræða endurminningar gáfaðs manns,
heldm- beinlínis kennslubók í mikilvægri andlegri þjálfun.
Og skemmtilegri kennslubók hef ég aldrei lesið.
Mikill kostur er það á bók, sem inniheldur jafngífurlega
mikinn fróðleik og þessi góða bók, að höfundur dregur sam-
an í lok hvers kafla innihald hans. Þetta flýtir fyrir því að
átta sig á kjarna hennar við endurlestur. En ég spái því, að
fáir ljúki svo lestri þessarar bókar, að þeir finni ekki til þess
að nauðsynlegt sé að átta sig betur á ýmsu, sem þar er sagt.
i