Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 35

Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 35
MAÐURINN STENDUR EKKI EINN 33 auðmýktar og trúar, sem byggist á þekkingu, eykst tilfinning okkar fyrir návist Guðs. Sjálfur tel ég sjö ástæður til trúar minnar: í fyrsta lagi: Samkvœmt óhagganlegum stœrSfræSilögmál- um getum viS sannaS, aS heimur okkar er skipulagSur og skapaSur af miklum hugsandi anda. Hugsaðu þér, að þú stingir tíu peningum, merktum frá einum til tíu, í vasa þinn og hringlir síðan vel í hrúgunni. Reyndu nú að taka þá upp úr vasanum i réttri röð frá ein- um til tíu og stingdu svo peningnum aftur niður í vasann hvert sinn og hringlaðu þeim saman. Stærðfræðilega vitum við, að líkurnar til þess að þú fyrst dragir pening, merktan með 1, eru einn á móti 10, að dregnir verði nr. 1 og 2 i réttri röð, 1 á móti 100, að þú dragir peninga nr. 1, 2 og 3, í réttri röð: 1 á móti 1000 o. s. frv. Líkumar til þess, að þú dragir þá upp úr vasanum í réttri röð frá nr. 1 til nr. 10 eru: 1 á móti 10 milljörðum! Af sömu ástæðum má fullyrða, að á mörgum sviðum lífs eru svo nákvæm skilyrði nauðsynleg, að ekki er hægt að imynda sér, að nauðsynlegt innbyrðis samræmi þeirra geti verið til af einni saman tilviljun. Jörðin snýst um möndul sinn með 1600 km hraða á klukkustund um miðbaug; snerist hún með 160 km hraða, myndu dagar okkar og nætur vera tíu sinnum lengri en nú er, og hiti sólar sennilega brenna gróðurinn þessa löngu daga, og hver gróðurangi, sem kynni að lifa það af, að líkindum frjósa hina löngu nótt. Lifsuppspretta okkar, sólin, er á yfirborði 10.000 gráður á Fahrenheit og fjarlægð jarðar er einmitt nákvæmlega hæfi- lega mikil til þess að þessi „eilífi eldur“ hlýi okkur mátulega en ekki um of! Ef sólin gæfi aðeins frá sér helming þeirrar geislaorku sem hún nú gefur frá sér, myndum við frjósa, og væri geislamagn hennar helmingi meira stiknuðum við. Halli jarðar, en möndull hennar hallast um 23 gráður, veld- ur árstíðum okkar; ef jörðin hallaðist ekki með þessum hætti inyndi uppgufun úr höfunum færast norður og suður og hrúga upp heilum meginlöndum af ís. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.