Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 70
68
MORGUNN
steinafræðingur, líffærafræðingur, liffræðingur og sérfræð-
ingur í málmvinnslu. Auk þess var hann uppfinningamaður
og hafði hugboð um margar nútímauppgötvanir. 1 einu rita
sinna, sem heitir Principia, kom hann fram með kenningar
um stjörnuþoku, sextiu og tveim árum en La Place og tuttugu
og einu ári áður en Kant birtu skoðanir sínar. Nægir það eitt
raunar til þess að tryggja honum tignarsæti í ríki vísinda og
heimspeld. Og þó er ekki enn allt upp talið. Þessi merkilegi
maður var einnig ófreskur. Árið 1759 var hann staddur í
Gautaborg og sá þá fyrir sér stórbruna, sem á sama tíma gerð-
ist í Stokkhólmi i 450 km fjarlægð. Hann lýsti bruna þessum
í einstökum atriðum, hverju húsi sem brann fyrir sig og sendi
borgarstjóra Gautaborgar þegar skýrslu um atburðinn. Þótti
þetta, eins og nærri má geta, allkynlegt. En þó óx undrun
manna enn meir, þegar í ljós kom við rannsókn síðar, að lýs-
ing hans var algjörlega í hverju atriði sannleikanum sam-
kvæmt. Sjálfur Kant rannsakaði mál þetta sérstaklega, því
liann átti erfitt með að trúa þessu og ferðaðist i því skyni til
Svíþjóðar, þar sem hann kynnti sér öll gögn málsins. En þetta
var svo kyrfilega staðfest af ótal vitnum, að hann taldi það
fullsannað.
1 nýjustu útgáfu brezku alfræðaorðabókarinnar er Svíanum
Emanuel Swedenborg ekki veitt minna rúm en sjálfum Ein-
stein. Enda var Swedenborg, sökum ótrúlegrar þekkingar, oft
nefndur „Aristoteles Norðurlanda“.
En Swedenborg fór ekki aðeins sálförum milli borga til þess
að horfa á stórbruna, þegar likami hans var staddur víðsfjarri,
heldur taldi hann sig fjórum sinnum hafa ferðazt inn í hinn
andlega heim og skrifaði langar og itarlegar lýsingar á lífinu
eftir dauðann í rit sitt Leyndardómar himna og fleiri bækur,
sem eru heillandi lestur.
Ein þessara bóka er hér komin á íslenzku i þýöðingu Sveins
Ölafssonar og stendur þar á titilsíðu: HIN NÝ.TA JERÚSAL-
EM OG HIMNESK KENNING HENNAR samkvæmt þvi
sem opinberað hefur verið frá himnum. En þessi bók kom
fyrst út í Lundúnum árið 1758. Fylgir hér með formáli sá,