Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 32
30
MORGUNN
ins sáu það leysast upp í bylgjukvik og ljós á rannsóknarstof-
um sínum. Efnið varð „andi“, tónlist, ósýnilegt, ósnertanlegt
og ómótanlegt, nema með huganum. — Guð er andi og þeir,
sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja hann í anda. —
Var þá ekki Guð allt og allt Guð? Hví þá að æðrast í stað
þess að fagna? Hér finnast einnig frásagnir af hinum furðu-
legu örlagaflækjum, sem lífið býr einstaklingum og hópum,
ótakanlegum vandamálum, sem Ólafi tókst oft að aðstoða við
að leysa. Einnig finnast sagnir af furðulegum lækningum,
sem fólk hlaut hjá Ólafi og vottfesti með undirskrift sinni.
Slíkt vekur sjúkum vonir um hjálp í þeirra neyð. En Ólafur
gefur Guði dýrðina og hann tók ógjama sjúka til meðferðar,
nema læknar hefðu gefizt upp við lækningu þeirra.
Ólafi var vel ljós sú ábyrgð, sem hvílir á þeim, er skrifa.
Hans hlutverk var að vinna óskilorðsbundið með hinum já-
kvæðu öflum lífsins. Og þó hann skelfdist oft grimmd og fá-
vitaskap samtíðar sinnar, hann lifði m. a. tvær heimsstyrj-
aldir, þá missti hann aldrei tni á manrdnn og framtíð hans á
jörðinni. Harm trúði því, að þrótt fyrir allt væri mannkynið
á þroskabraut, og hann vann hverja stund að því, að svo mætti
verða.
1 bókinni Hinn hvíti galdur fjallar Ólafur á einum stað um
skáldsögu, er þá var á dagskrá. Þar kemst hann svo að orði:
„Þegar öll kurl koma til grafar er meira af gæðum í veröld-
inni en vonzku, meira af fegurð í heiminum en ljótleik, meira
af sannindum í tilverunni en ósannindum. Sú skáldsaga, sem
lýsir fegurð og manngöfgi, er því engu síður „raunsæ“, engu
síður „hlutlæg rannsókn“ en greinargerð höfunda í skáldsögu-
formi, sem greina eðlisgerð mannsins í gegnum hjúp siðfágun-
ar og menntunar sem „fordild, nautnasýki, ragmennsku og
flærð“ og leitast við að „tæta manninn sundur“. Þess vegna
skal eilífðarvissa, ímyndunarafl og fegurðarskyn ráða mestu
um samningu skáldsagna. Það mun greiðfærasta leiðin til að
bjarga þeirri „tvífættu tegund, sem breytir auðæfum jarðar í
vetnissprengjur og geislavirkt úrfelli, meðan börn svelta."