Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 58

Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 58
56 MORGUNN Þessu hafa spiritistar svarað með því, að benda á að tilgang- ur miðilssambandsins sé fremur að sanna líf eftir dauðann en beinlinis til þesss að auðga tónlistarfiárs]óði heimsins. — Þessari merkilegu plötu Rosemary Brown fylgir formáli, sem hún segist hafa skrifað niður eftir fyrirsögn hins látna tónlistarfræðings Sir Donald Tovey og segir hann þar þetta: — „Með því að koma til skila gegn um miðilssamband tónlist og samtölum, þá hefur skipulagður hópur tónlistarmanna, sem horfnir eru úr ykkar heimi gert tilraun til þess að koma ákveðnum boðum til mannkynsins, þ. e. að líkamsdaiiSinn er brevting úr einu vitundarstigi í anndS, þar sem hver heldur einstaklingseSli sínu. Við erum ekki að koma tónlist til Rose- mary RroAvn til þess eins að einhver kunni að hafa ánægju af að hlusta á hana. Það eru hins vegar þær ályktanir sem draga má af þessu fyrirbæri, sem við vonum að megi vekja skynsamt fólk til umhugsunar og vera greindu og hlutlausu fólki hvati til þess að íhuga og rannsaka óþekktar eigindir hugar og sálar- Því þegar maður hefur skoðað undirdjúp dul- vitundar sinnar, þá verður honum fært í sama mæli að risa hærra.“ Það verður ekki annað sagt en að gagnrýnandinn Clive- Ross hafi fengið verðugt svar við kaldhæðnislegum óskum um tónverk frá látnum tónskáídum. En það var ein setning sem kom fram í þessari gagnrýni Clive-Ross, sem mætti kannski athuga einnig eilítið nánar. Hann sagði: „Stórskáldin hafa hingað til verið þögul.“ Á hann hér að sjálfsögðu við hina látnu skáld. Skyldi þetta nú vera rétt hjá honum? Enski rithöfundurinn Wilkie Collins er af sumum talinn hafa skrifað fyrstu leynilögreglusöguna. Hann var góðvinur hins fræga Charles Dickens og stakk einu sinni upp á þvi við vin sinn, að hann beindi rithöfundarhæfileikum sínum að þvi söguformi. Dickens féllst á þetta eftir nokkra umhugsun. Hann gerði samning við mánaðarrit eitt og var ákveðið að sagan birtist i því í tólf köflum. En það var engu líkara en Dickens hefði fundið á sér feigð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.