Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 53
SPUKNING BENEDIKTS ASGRÍMSSONAR
51
Eg vona, áS hinn aldni heiSursmaSur Snœbjörn Jónsson rit-
höfundur, sem nú býr í hárri elli á Englandi, fyrirgefi mér
þótt ég birti hér orSréttan kafla úr bréfi hans til mín í tilefni
greinar, sem hann sendir mér.
Afsökun mín er sú, aS ég tel kafla þennan hin ákjósanleg-
ustu inngangsorS áS greininni sjálfri, sem hér fer á eftir.
Æ.K.
Þegar jeg var í bemsku, var Benedikt gullsmiður Ásgríms-
son sumar eftir sumar kaupamaður hjá foreldrum mínum á
Kalastöðum og hafði með sjer eitthvert bama sinna, fyrst Sig-
ríði, en hún mun þá hafa verið nær fullvaxin stúlka og hefir
efalaust gengið að heyskap með öðm heimilisfólki, en naumast
get jeg sagt að jeg muni eftir henni. Síðast var Benedikt hjá
okkur sumarið 1893, og hafði þá Hallgrím son sinn með sjer.
Eftir það hygg jeg að liann hafi hætt að fara í kaupavinnu,
en ef ekki hefði svo verið, ætla jeg að hann mundi enn sem fyr
hafa leitað til foreldra minna, því þau höfðu á honum miklar
og maklegar mætur og mundu ætíð hafa sagt hann velkominn,
en lengi fór hann á vetrum út um land í söluferðir með smíðis-
gripi sína, úr silfri, tambaki og máske fleiri málmum. Hand-
bragðið á smíðum hans var sjerlega fagurt, og alt traust og
vandað, eins og maðurinn var sjálfur. í þessum söluferðum
sínum gisti hann ávalt á Kalastöðum og þótti góður gestur.
Við heyskapinn hefir hann án efa verið góður verkmaður,
svo lagvirkur sem hann var að sama skapi kappsamur. Ekki
er það efamál, að upphaflega hefir Bjöm Hjaltesteð jámsmiður
ráðið Benedikt í kaupavinnuna á Kalastöðum, því hann sá um
allar „útrjettingar11 í Reykjavik fyrir föður minn, sem fór
suður aðeins einusinni á ári hverju. Með þeim var alúðarvin-
átta og við fráfall föður míns voru kynstur af brjefum frá
Bimi í skrifpúlti hans. Þau munu öll hafa verið látin í eldinn,
enda innihaldið aldrei almenns efnis, og sjaldan að Björn viki
að eigin högum. Þó minntist jeg þess, að í einu brjefanna vikur
hann að því, að dýrt sje að eiga tvo sonu við háskólann (þ. e.
í Kaupmannahöfn). Jeg kom fyrst til Reykjavíkur sumarið