Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Side 76

Morgunn - 01.06.1977, Side 76
74 MORGUNN hvað það er. Datt í hug, að eitthvað hefði skeð heima, en und- ir niðri fannst mér, að svo væri ekki. Ennþá einu sinni fer ég í göngu, en allar mínar tilraunir til þess að vinna bug á þessu eru árangurslausar, ég get ekki á heilli mér tekið. Fer samt og fæ mér kaffisopa kl. að ganga fimm. Sit ein við borð. Þá er eins og allt í einu opnist hugur minn og ég skynja á einhvern hátt þetta: „Farðu heim í kvöld“. Þetta er endur- tekið aftur og aftur. Fg byrja á því að tala við hótelstjórann, hvort ég geti sagt herberginu lausu fyrr en ákveðið var, og var það í lagi. Því næst fer ég upp á símstöð, næ í dóttur mína og segi henni, að ég sé að koma heim í kvöld. Hún spyr strax, hvort eitthvað sé að, ég segi að svo sé alls ekki. Því næst fer ég og kaupi farmiða. Þegar þessu er lokið og ég er á leið- inni aftur niður að hótelinu, hverfur frá mér allur kvíði og eins og þungu fargi sé af mér létt. Fg geri upp minn reikning, geng frá dótinu mínu og sezt inn i borðsal að fá mér eitthvað að borða. Rútan átti áætlun eftir smástund. Þegar ég er rétt sezt, kemur Eysteinn, hótelstjóri, er á leið inn í sína íbúð, staldrar aðeins við hjá mér, réttir mér höndina og kveður mig. Skammt frá mér sat læknir, sem var dvalargestur. Sé ég, að einhver kemur úr íbúð hótelstjórans í talsverðu upp- námi, hafði tal af lækninum, og fóru þeir báðir þangað inn. Eysteinn hafði dottið niður rétt eftir að hann lokaði hurðinni og látist samstundis. Þegar ég sezt inn í rútuna, sá ég, hvar líkið var borið vit. Sjálf var ég ekki búin að jafna mig nógu vel eftir mína reynslu, og hafði þetta þar af leiðandi sterk áhrif á mig. Já, ég verð alltaf þakklát fyrir það, að ég félck þessa að- vörun, og að ég að lokum skyldi skilja hana. Fg hefi aðeins nefnt hér tvö atvik af fleirum. Að lokum vil ég þakka yður fyrir ótal erindi, sem þér hafið flutt í útvarpið og ég hefi hlustað á. Með beztu kveðju, Helga Jóhannsson, Birkimel 10 B, Rvík.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.